Ekki stelpur og ekki konur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. október 2015 09:00 Ebba, Þórdís, Sigurlaug, Eygló og Þórey eru Konubörn. Vísir/Pjetur Þetta byrjaði þannig að við kynntumst allar í lokahóp í inntökuprufum Listaháskóla Íslands fyrir leikarabraut fyrir tveimur árum. Við vorum á svona frekar miklum bömmer að hafa ekki komist inn og langaði til að gera eitthvað og vildum ekki láta það stoppa okkur í því,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, ein af höfundum og leikkonum í verkinu Konubörn sem snýr aftur á fjalir Gaflaraleikhússins þann 9. október en það var frumsýnt í byrjun þessa árs. Auk Þórdísar sömdu og leika þær Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Þórey Birgisdóttir verkið og stíga þær allar aftur á svið að Ásthildi undanskilinni en hún er búsett í útlöndum. Eftir prufurnar komu þær saman og hugmyndin að sýningunni kviknaði. „Við erum náttúrulega allar ungar konur og kannski í smá millibilsástandi, ekki stelpur og ekki konur,“ segir Þórdís en verkið fjallar um þetta millibilsástand, hvenær verður stelpa kona? „Við erum líka svolítið að gera grín að okkar heimi, því sem við lifum í á hverjum degi.“ Handritið sömdu þær sjálfar ásamt leikstjóranum Björk Jakobsdóttur og segir Þórdís það hafa tekið nokkra mánuði að setja það saman en leikritið er í hálfgerðum sketsastíl og húmorinn í fyrirrúmi. „Við tökum á ótrúlega mörgu. Samfélagsmiðlum, strákum og svona skyldum okkar eins og að borga skatta og gera fullt af dóti sem okkur finnst við kannski ekki alveg tilbúnar í af því að við erum svo miklar stelpur ennþá,“ segir Þórdís og bætir við: „Og femínisma, hvað það er að vera femínisti.“ Þórdís segir viðtökurnar eftir frumsýningu síðastliðinn janúar hafa verið framar vonum og færri komist að en vildu og því hafi verið ákveðið að setja verkið upp aftur eftir örlita uppfærslu á handritinu. „Ásthildur er flutt til Kaupmannahafnar þannig að við erum bara fimm núna. Við eiginlega skiptum hennar hlutverki á milli okkar. Okkur fannst ekki passa að taka einhvern inn af því við erum orðnar svo mikill hópur og okkur þykir gott að vinna saman. Við uppfærðum handritið pínulítið. Gerðum það aðeins skarpara og hnitmiðaðra.“ Þær Þórdís, Þórey, Eygló, Ebba og Sigurlaug stunda allar nám í Listaháskóla Íslands, fjórar á Leikarabraut og ein á Sviðshöfundabraut og því nóg að gera hjá þeim. „Við erum alltaf í skólanum langt fram á kvöld og svo þetta um helgar. Það er ótrúlega skemmtileg vinna, eiginlega algjör forréttindi að fá að gera þetta með skólanum og nýta námið okkar,“ segir hún og bætir við að það sé stórskemmtilegt að fá að vinna að verkefni sem þessu ásamt vinkonum sínum og það sé alltaf stutt í hláturinn. „Við höldum alveg klárlega áfram, þetta er bara byrjunin,“ segir Þórdís glöð í bragði þegar hún er spurð að því hvort hópurinn stefni á að vinna að frekari verkefnum saman. Konubörn verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði þann 9. október næstkomandi.Skemmtilegt samstarf „Fyrir mig er búið að vera frábært að fá að kíkja inn í þennan heim. Þær eru svo húmorískar og gera svo mikið grín að sjálfum sér. Samt fær maður svo vel á tilfinninguna þessa pressu á þessum aldri. Hvað ætlar þú að verða? Ætlar þú ekki að fara að koma þér í samband? Ætlar þú ekki að eignast eitthvað Iittala?“ segir Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir Konubörnum. Björk leikstýrir einnig söngleik Verzlunarskóla Íslands í ár og segir það gefa sér mikið að vinna með ungu fólki. „Það er náttúrulega ein besta endurmenntunin og vítamínsprautan fyrir listamann að vinna með ungu fólki. Það er einhvern veginn allt hægt, maður gleymir því þegar maður er búinn að vera að vinna í mörg ár.“ Hún segir að hún hafi ekki síður grætt á samstarfinu og hafi skemmt sér konunglega við að setja upp sýninguna. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vinna með þessum stelpum. Og mér finnst þessi kynslóð af stelpum svo sterkar og miklir frumkvöðlar og hugrakkar. Þær kýla svo á það. Þær eru ekkert að sitja heima og bíða. Ég er mjög bjartsýn sem miðaldra kvenréttindakona,“ segir hún að lokum og hlær. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þetta byrjaði þannig að við kynntumst allar í lokahóp í inntökuprufum Listaháskóla Íslands fyrir leikarabraut fyrir tveimur árum. Við vorum á svona frekar miklum bömmer að hafa ekki komist inn og langaði til að gera eitthvað og vildum ekki láta það stoppa okkur í því,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, ein af höfundum og leikkonum í verkinu Konubörn sem snýr aftur á fjalir Gaflaraleikhússins þann 9. október en það var frumsýnt í byrjun þessa árs. Auk Þórdísar sömdu og leika þær Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Þórey Birgisdóttir verkið og stíga þær allar aftur á svið að Ásthildi undanskilinni en hún er búsett í útlöndum. Eftir prufurnar komu þær saman og hugmyndin að sýningunni kviknaði. „Við erum náttúrulega allar ungar konur og kannski í smá millibilsástandi, ekki stelpur og ekki konur,“ segir Þórdís en verkið fjallar um þetta millibilsástand, hvenær verður stelpa kona? „Við erum líka svolítið að gera grín að okkar heimi, því sem við lifum í á hverjum degi.“ Handritið sömdu þær sjálfar ásamt leikstjóranum Björk Jakobsdóttur og segir Þórdís það hafa tekið nokkra mánuði að setja það saman en leikritið er í hálfgerðum sketsastíl og húmorinn í fyrirrúmi. „Við tökum á ótrúlega mörgu. Samfélagsmiðlum, strákum og svona skyldum okkar eins og að borga skatta og gera fullt af dóti sem okkur finnst við kannski ekki alveg tilbúnar í af því að við erum svo miklar stelpur ennþá,“ segir Þórdís og bætir við: „Og femínisma, hvað það er að vera femínisti.“ Þórdís segir viðtökurnar eftir frumsýningu síðastliðinn janúar hafa verið framar vonum og færri komist að en vildu og því hafi verið ákveðið að setja verkið upp aftur eftir örlita uppfærslu á handritinu. „Ásthildur er flutt til Kaupmannahafnar þannig að við erum bara fimm núna. Við eiginlega skiptum hennar hlutverki á milli okkar. Okkur fannst ekki passa að taka einhvern inn af því við erum orðnar svo mikill hópur og okkur þykir gott að vinna saman. Við uppfærðum handritið pínulítið. Gerðum það aðeins skarpara og hnitmiðaðra.“ Þær Þórdís, Þórey, Eygló, Ebba og Sigurlaug stunda allar nám í Listaháskóla Íslands, fjórar á Leikarabraut og ein á Sviðshöfundabraut og því nóg að gera hjá þeim. „Við erum alltaf í skólanum langt fram á kvöld og svo þetta um helgar. Það er ótrúlega skemmtileg vinna, eiginlega algjör forréttindi að fá að gera þetta með skólanum og nýta námið okkar,“ segir hún og bætir við að það sé stórskemmtilegt að fá að vinna að verkefni sem þessu ásamt vinkonum sínum og það sé alltaf stutt í hláturinn. „Við höldum alveg klárlega áfram, þetta er bara byrjunin,“ segir Þórdís glöð í bragði þegar hún er spurð að því hvort hópurinn stefni á að vinna að frekari verkefnum saman. Konubörn verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði þann 9. október næstkomandi.Skemmtilegt samstarf „Fyrir mig er búið að vera frábært að fá að kíkja inn í þennan heim. Þær eru svo húmorískar og gera svo mikið grín að sjálfum sér. Samt fær maður svo vel á tilfinninguna þessa pressu á þessum aldri. Hvað ætlar þú að verða? Ætlar þú ekki að fara að koma þér í samband? Ætlar þú ekki að eignast eitthvað Iittala?“ segir Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir Konubörnum. Björk leikstýrir einnig söngleik Verzlunarskóla Íslands í ár og segir það gefa sér mikið að vinna með ungu fólki. „Það er náttúrulega ein besta endurmenntunin og vítamínsprautan fyrir listamann að vinna með ungu fólki. Það er einhvern veginn allt hægt, maður gleymir því þegar maður er búinn að vera að vinna í mörg ár.“ Hún segir að hún hafi ekki síður grætt á samstarfinu og hafi skemmt sér konunglega við að setja upp sýninguna. „Það er búið að vera alveg yndislegt að vinna með þessum stelpum. Og mér finnst þessi kynslóð af stelpum svo sterkar og miklir frumkvöðlar og hugrakkar. Þær kýla svo á það. Þær eru ekkert að sitja heima og bíða. Ég er mjög bjartsýn sem miðaldra kvenréttindakona,“ segir hún að lokum og hlær.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira