Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 20:30 Robin van Persie og félagar eru úr leik. Vísir/Getty Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira