Hvað gerir myndlistarmaður og hvers vegna á hann að fá greitt fyrir vinnu sína? Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2015 11:30 Berglind Helgadóttir, verkefnisstjóri Dags myndlistar á vegum SÍM. Visir/Anton Brink Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“ Myndlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Næstkomandi laugardag stendur SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, fyrir Degi myndlistar sem hefur á undanförnum árum skapað sér veigameiri þátt í listviðburðardagatali landsmanna. Berglind Helgadóttir er verkefnisstjóri Dags myndlistar og hún segir að verkefnið hafi verið fært í fastari skorður árið 2015 og umfangið jafnframt aukið. „Markmiðið með Degi myndlistar er að kynna starf myndlistarmannsins fyrir almenningi og kynna jafnframt hversu fjölbreyttur heimur myndlistarinnar er í raun og veru. Við erum með opnar vinnustofur og skólakynningar þar sem listamenn kynna fyrir krökkunum hvað það er sem myndlistarmenn eru að fást við í sínu starfi. Þeir segja frá sínu námi, ferlinum og sýna þeim verk. Í ár eru svo bókasöfnin að taka þátt í fyrsta skipti með því að vekja athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti enda er þar að finna mikinn fróðleik.“ Berglind segir að það sé mikið um að listamenn taki þátt í verkefninu. „Það verða opnar vinnustofur á vegum SÍM á nokkrum stöðum í borginni og svo eru líka myndlistarmenn sem eru með sínar vinnustofur utan SÍM með opið fyrir almenningi. Það er hægt að nálgast upplýsingar um það hvar þessar vinnustofur eru inni á vefnum Dagur myndlistar og það er allt mjög aðgengilegt. Það hefur verið vaxandi straumur hjá okkur á síðustu árum en auðvitað er eftirsóttara að kíkja á suma en aðra. Þetta er einstakt tækifæri til þess að geta labbað inn á svona margar vinnustofur og kynna sér nýja og spennandi listamenn. Í kjölfarið á Degi myndlistar verður farið í herferð á vegum SÍM sem kallast Við borgum myndlistarmönnum. Þar er verið að kynna þá staðreynd að myndlistarmenn fá oft ekki greitt fyrir vinnu sína. Ástæðan er oftar en ekki sú að það er enginn skilningur á því hvað felst í þessu starfi. Að auki hefur verið mikill niðurskurður á fjárframlögum til myndlistarinnar á síðustu árum og það bitnar sérstaklega illa á þeim sem eru ekki að búa til auðseljanleg verk. Bragarbót á þessu hefst með því að veita þekkingu og auka skilning á starfi myndlistarmanna og það er það sem við erum að gera. Og, þar sem fundur Norðurlandaráðs stendur sem hæst þessa dagana, og menn keppast við að stilla sér upp fyrir framan fallegar myndir í sjónvarpsviðtölum, þá vil ég nota tækifærið og skora á þetta góða fólk að bæta nú myndlistarverðlaunum inn í Norrænu verðlaunin. Það er löngu tímabært.“
Myndlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira