Ég er mjög hrifin af því að skíta hlutina soldið út Magnús Guðmundsson skrifar 26. október 2015 12:45 Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskald og sagnfræðingur, sendi nýverið frá sér sína þriðju ljóðabók, Stormviðvörun. Visir/Stefán Ljóðskáldið Kristín Svava Tómasdóttir sendi nýverið frá sér sína þriðju ljóðabók, Stormviðvörun, sem hefur þegar fengið ljómandi viðtökur ekki síður en fyrri bækur hennar. Stormviðvörun er ákaflega skemmtileg ljóðabók sem talar sterkt inn í samfélagið í dag, enda segir Kristín Svava að bókin hafi í sjálfu sér ekki verið lengi í smíðum. „Það hefur einhvern veginn alltaf gerst þannig að ég safna saman einhverju sem ég hef verið að vinna að og þegar ég er búin að senda það frá mér er ég aðeins búin að tæma mig. Síðan líður tíminn og ég fer að verða ótrúlega stressuð um að ég muni aldrei framar fá hugmyndir en svo gerist eitthvað og þá kemur þetta í gusum. Stormviðvörun er þannig og hún er skrifuð að langmestu leyti síðasta vetur.“Karnival og upplausn Kristín Svava er femínisti og það er forvitnilegt að skoða ljóðin hennar út frá því og þá ekki síst að skoða með hvaða hætti ljóðmælandi talar til kvenna. Um margt er þetta gjörólíkt fyrri kynslóðum íslenskra femínista sem háðu á sínum tíma harða baráttu og kváðu sterkt að út í samfélagið í heild, svo sterkt að orð á borð við reiði, þjökun og bæling voru oft höfð um þeirra orðræðu. „Ég vil nú ekki gangast við því að vera aldrei reið. Ég held að reiðin sé mjög fínt afl og eðlilegt í réttindabaráttu þegar maður upplifir eða sér misrétti. Það kemur kannski ekki fram í mínum ljóðum hins vegar. Þau eru held ég mun karnivalískari, eins og til að mynda ljóðið Böbblí í Vúlvunni sem ég samdi til vinkvenna minna sem ég deili skrifstofu með. Það er erfitt að greina eigin verk en ég held að ég hafi mun meiri tilhneigingu til þess að fókusera á upplausnina. Ég er mjög hrifin af upplausninni og er afskaplega lítið fyrir hreinar línur í skáldskap. Mér finnst það einmitt vera einn af höfuðkostum skáldskaparins og það sem gerir hann aðlaðandi. Skáldskapur rúmar upplausnina miklu fremur en textar eða verk sem eru annars eðlis, hvort sem það er ákveðinn málflutningur í réttindabaráttu, akademískir textar eða annað sambærilegt þar sem maður þarf að vera nákvæmur. Hreinu línurnar þurfa auðvitað að vera til staðar á sínum stöðum en í skáldskapnum vil ég láta upplausnina ríkja.“ Kristín Svava segir að vissulega sé ljóðið gott verkfæri til þess að taka í sundur samfélagið en bætir við að það sé auðvitað ekki það eina sem það gerir, fjarri því. „Það er óþarfi að horfa á það eins og það eigi að vera frelsunin, hún liggur í svo mörgu öðru en ljóðinu, en það er hluti af því sem ljóðið gerir og mér finnst ljóð frábær.“Skíta út og rífa niður Náttúran kemur talsvert við sögu í Stormviðvörun Kristínar Svövu en það er athyglisvert að maðurinn er þó alltaf til staðar. „Ég held að það sé hluti af því að ég er ekki hrifin af hreinum línum, en ég er hrifin af því að koma með einhvern subbuskap inn í myndina. Ég hef mikinn ímugust á öllu sem birtist sem hreint. Hugmyndinni um hið upphafna á borð við hugmyndina um hina upphöfnu náttúru. Mér finnst fólk oft nota svona upphafningu til þess að vera með óheiðarlegan málflutning svo ég er mjög hrifin af því að skíta hlutina soldið út. Nú er ég líka sagnfræðingur þannig að upphafning fortíðarinnar er fyrir mér bara fáránleg. Eins er hugmyndin um ljóðið sem slíkt oft ansi upphafin, sem maður sér oft t.d. á ljóðaþýðingum sem eru oft miklu uppskrúfaðri en aðrar þýðingar, og ég vil gjarnan mynda mótvægi við þetta. Stundum er nálgunin við ljóðið formleg, ósnertanleg og upphafin og ég vil gjarnan leitast við að rífa það niður.“Fortíð og framtíð Út frá þessu þarf ekki að koma á óvart að ljóð Kristínar Svövu leita mikið í hversdaginn og þetta smáa og venjulega þar sem hún setur oft upp senur sem allir þekkja. Slíka mynd er t.d. að finna í ljóðinu Martröð um fermingarveislu sem er birt hér á síðunni. „Já, mér finnst hversdagurinn vissulega vera nauðsynlegur í þessu en vil auðvitað að það sé með einhverju smá tvisti. Mér þykir reyndar mjög vænt um þetta fermingarveisluljóð því það fól í sér að ferðast aftur til unglingsáranna og þeirrar þjáningar sem maður upplifði þá, þannig að þetta er mjög þerapískt ljóð. Þetta er ég að segja sjálfri mér og vinum mínum, sem hafa mikið rætt þetta smurbrauðstertuumhverfi, að þetta sé allt í lagi. Þú horfir á dyrnar og hugsar að þú komist aldrei þaðan út en við erum komin þaðan út.“ Í loka- og titilljóði bókarinnar, Stormviðvörun, kveður við dekkri og þyngri tón en Kristín segir að það þurfi nú ekki endilega að þýða að næsta bók verði á þeim nótum. „Kannski verður hún dekkri en það verður bara að koma í ljós. Málið er að þetta er bara tilfinning sem ég hef fyrir samfélaginu núna og þetta litast af því sem er að gerast hverju sinni. Þannig gerist þetta þegar maður er að skrifa í gusum. En vonandi verður framtíðin og næsta bók bara blóm og kisa.“ Bókmenntir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Ljóðskáldið Kristín Svava Tómasdóttir sendi nýverið frá sér sína þriðju ljóðabók, Stormviðvörun, sem hefur þegar fengið ljómandi viðtökur ekki síður en fyrri bækur hennar. Stormviðvörun er ákaflega skemmtileg ljóðabók sem talar sterkt inn í samfélagið í dag, enda segir Kristín Svava að bókin hafi í sjálfu sér ekki verið lengi í smíðum. „Það hefur einhvern veginn alltaf gerst þannig að ég safna saman einhverju sem ég hef verið að vinna að og þegar ég er búin að senda það frá mér er ég aðeins búin að tæma mig. Síðan líður tíminn og ég fer að verða ótrúlega stressuð um að ég muni aldrei framar fá hugmyndir en svo gerist eitthvað og þá kemur þetta í gusum. Stormviðvörun er þannig og hún er skrifuð að langmestu leyti síðasta vetur.“Karnival og upplausn Kristín Svava er femínisti og það er forvitnilegt að skoða ljóðin hennar út frá því og þá ekki síst að skoða með hvaða hætti ljóðmælandi talar til kvenna. Um margt er þetta gjörólíkt fyrri kynslóðum íslenskra femínista sem háðu á sínum tíma harða baráttu og kváðu sterkt að út í samfélagið í heild, svo sterkt að orð á borð við reiði, þjökun og bæling voru oft höfð um þeirra orðræðu. „Ég vil nú ekki gangast við því að vera aldrei reið. Ég held að reiðin sé mjög fínt afl og eðlilegt í réttindabaráttu þegar maður upplifir eða sér misrétti. Það kemur kannski ekki fram í mínum ljóðum hins vegar. Þau eru held ég mun karnivalískari, eins og til að mynda ljóðið Böbblí í Vúlvunni sem ég samdi til vinkvenna minna sem ég deili skrifstofu með. Það er erfitt að greina eigin verk en ég held að ég hafi mun meiri tilhneigingu til þess að fókusera á upplausnina. Ég er mjög hrifin af upplausninni og er afskaplega lítið fyrir hreinar línur í skáldskap. Mér finnst það einmitt vera einn af höfuðkostum skáldskaparins og það sem gerir hann aðlaðandi. Skáldskapur rúmar upplausnina miklu fremur en textar eða verk sem eru annars eðlis, hvort sem það er ákveðinn málflutningur í réttindabaráttu, akademískir textar eða annað sambærilegt þar sem maður þarf að vera nákvæmur. Hreinu línurnar þurfa auðvitað að vera til staðar á sínum stöðum en í skáldskapnum vil ég láta upplausnina ríkja.“ Kristín Svava segir að vissulega sé ljóðið gott verkfæri til þess að taka í sundur samfélagið en bætir við að það sé auðvitað ekki það eina sem það gerir, fjarri því. „Það er óþarfi að horfa á það eins og það eigi að vera frelsunin, hún liggur í svo mörgu öðru en ljóðinu, en það er hluti af því sem ljóðið gerir og mér finnst ljóð frábær.“Skíta út og rífa niður Náttúran kemur talsvert við sögu í Stormviðvörun Kristínar Svövu en það er athyglisvert að maðurinn er þó alltaf til staðar. „Ég held að það sé hluti af því að ég er ekki hrifin af hreinum línum, en ég er hrifin af því að koma með einhvern subbuskap inn í myndina. Ég hef mikinn ímugust á öllu sem birtist sem hreint. Hugmyndinni um hið upphafna á borð við hugmyndina um hina upphöfnu náttúru. Mér finnst fólk oft nota svona upphafningu til þess að vera með óheiðarlegan málflutning svo ég er mjög hrifin af því að skíta hlutina soldið út. Nú er ég líka sagnfræðingur þannig að upphafning fortíðarinnar er fyrir mér bara fáránleg. Eins er hugmyndin um ljóðið sem slíkt oft ansi upphafin, sem maður sér oft t.d. á ljóðaþýðingum sem eru oft miklu uppskrúfaðri en aðrar þýðingar, og ég vil gjarnan mynda mótvægi við þetta. Stundum er nálgunin við ljóðið formleg, ósnertanleg og upphafin og ég vil gjarnan leitast við að rífa það niður.“Fortíð og framtíð Út frá þessu þarf ekki að koma á óvart að ljóð Kristínar Svövu leita mikið í hversdaginn og þetta smáa og venjulega þar sem hún setur oft upp senur sem allir þekkja. Slíka mynd er t.d. að finna í ljóðinu Martröð um fermingarveislu sem er birt hér á síðunni. „Já, mér finnst hversdagurinn vissulega vera nauðsynlegur í þessu en vil auðvitað að það sé með einhverju smá tvisti. Mér þykir reyndar mjög vænt um þetta fermingarveisluljóð því það fól í sér að ferðast aftur til unglingsáranna og þeirrar þjáningar sem maður upplifði þá, þannig að þetta er mjög þerapískt ljóð. Þetta er ég að segja sjálfri mér og vinum mínum, sem hafa mikið rætt þetta smurbrauðstertuumhverfi, að þetta sé allt í lagi. Þú horfir á dyrnar og hugsar að þú komist aldrei þaðan út en við erum komin þaðan út.“ Í loka- og titilljóði bókarinnar, Stormviðvörun, kveður við dekkri og þyngri tón en Kristín segir að það þurfi nú ekki endilega að þýða að næsta bók verði á þeim nótum. „Kannski verður hún dekkri en það verður bara að koma í ljós. Málið er að þetta er bara tilfinning sem ég hef fyrir samfélaginu núna og þetta litast af því sem er að gerast hverju sinni. Þannig gerist þetta þegar maður er að skrifa í gusum. En vonandi verður framtíðin og næsta bók bara blóm og kisa.“
Bókmenntir Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira