Aftur fagnar nýliði sigri á PGA-mótaröðinni eftir ótrúlegan lokahring 26. október 2015 07:30 Smylie hafði ríka ástæðu til þess að brosa í gær. Getty. Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira