Myndin er partur af sögu mannréttinda á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 09:45 Persónurnar eru það áhugaverðasta í myndinni og atorka þeirra, að sögn Höllu Kristínar. Vísir/Anton „Myndin er partur af því að halda til haga lærdómsríkri sögu mannréttinda á Íslandi. Það eru komnar upp kynslóðir sem muna ekki eftir kvennaframboðunum,“ segir Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðarkona um heimildarmynd sína Hvað er svona merkilegt við það? Halla Kristín kveðst hafa verið með myndina bak við eyrað frá árinu 2009 en aðalmyndatökurnar hafi farið fram 2013. „Ég hef unnið mikið með Unu Lorenzen sem er íslensk en býr í Kanada og er flinkur hreyfimyndagerðarmaður. Við lögðumst í mikla rannsóknarvinnu við að finna myndefni í opinberum söfnum og einkasöfnum og líka filmusafni sjónvarpsins. Reyndum að búa til eitthvað úr því sem til var og svo gerðum við litlar senur sem var ætlað að sýna tíðarandann þannig að það eru leikarar í myndinni þó að hún sé heimildarmynd. Ekki er hægt að fara í tímavél aftur til fortíðar til að taka upp efni svo því verður að bjarga með öðrum hætti.“ Það áhugaverðasta við efnið segir Halla Kristín vera persónurnar í myndinni og atorku þeirra. „Krafturinn er svo mikill enda ollu kvennaframboðin straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum, bæði til skamms og langs tíma. Árið 1983, þegar þau komu fyrst fram, voru þrjár konur á Alþingi en eftir kosningarnar urðu þær níu, svo það varð 200% vöxtur yfir nótt. Framboðin lögðu grunninn að ýmsu sem við búum við í dag og teljum sjálfsagt. Myndin endar í nútímanum þannig að við förum vítt og breitt um sviðið.“ Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn, aðalverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, í vor og keppti í flokknum Besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama í september. Áður hafði Halla Kristín gert myndina Konur á rauðum sokkum. „Þegar Rauðsokkahreyfingin var lögð niður var byrjað að tala um Kvennaframboðið,“ segir hún. „Ég var byrjuð að setja mig inn í það svo það lá beint við að halda áfram og taka þennan kafla sem við erum að frumsýna núna í Sambíóunum.“ Kitchen Sink Revolution - Trailer from Krumma films on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Konur á rauðum sokkum hlaut Einarinn á Skjaldborg Það ríkti góð stemning á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina þar sem hátíð íslenskra heimildarmynda, Skjaldborg, fór fram í þriðja sinn. 2. júní 2009 05:00 Skjaldborgarhátíðin: Hvað er svona merkilegt við það? Sögu kvennaframboða er gert hátt undir höfði í heimildarmyndinni Hvað er svona merkilegt við það? 20. maí 2015 13:44 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Myndin er partur af því að halda til haga lærdómsríkri sögu mannréttinda á Íslandi. Það eru komnar upp kynslóðir sem muna ekki eftir kvennaframboðunum,“ segir Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðarkona um heimildarmynd sína Hvað er svona merkilegt við það? Halla Kristín kveðst hafa verið með myndina bak við eyrað frá árinu 2009 en aðalmyndatökurnar hafi farið fram 2013. „Ég hef unnið mikið með Unu Lorenzen sem er íslensk en býr í Kanada og er flinkur hreyfimyndagerðarmaður. Við lögðumst í mikla rannsóknarvinnu við að finna myndefni í opinberum söfnum og einkasöfnum og líka filmusafni sjónvarpsins. Reyndum að búa til eitthvað úr því sem til var og svo gerðum við litlar senur sem var ætlað að sýna tíðarandann þannig að það eru leikarar í myndinni þó að hún sé heimildarmynd. Ekki er hægt að fara í tímavél aftur til fortíðar til að taka upp efni svo því verður að bjarga með öðrum hætti.“ Það áhugaverðasta við efnið segir Halla Kristín vera persónurnar í myndinni og atorku þeirra. „Krafturinn er svo mikill enda ollu kvennaframboðin straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum, bæði til skamms og langs tíma. Árið 1983, þegar þau komu fyrst fram, voru þrjár konur á Alþingi en eftir kosningarnar urðu þær níu, svo það varð 200% vöxtur yfir nótt. Framboðin lögðu grunninn að ýmsu sem við búum við í dag og teljum sjálfsagt. Myndin endar í nútímanum þannig að við förum vítt og breitt um sviðið.“ Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn, aðalverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, í vor og keppti í flokknum Besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama í september. Áður hafði Halla Kristín gert myndina Konur á rauðum sokkum. „Þegar Rauðsokkahreyfingin var lögð niður var byrjað að tala um Kvennaframboðið,“ segir hún. „Ég var byrjuð að setja mig inn í það svo það lá beint við að halda áfram og taka þennan kafla sem við erum að frumsýna núna í Sambíóunum.“ Kitchen Sink Revolution - Trailer from Krumma films on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Konur á rauðum sokkum hlaut Einarinn á Skjaldborg Það ríkti góð stemning á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina þar sem hátíð íslenskra heimildarmynda, Skjaldborg, fór fram í þriðja sinn. 2. júní 2009 05:00 Skjaldborgarhátíðin: Hvað er svona merkilegt við það? Sögu kvennaframboða er gert hátt undir höfði í heimildarmyndinni Hvað er svona merkilegt við það? 20. maí 2015 13:44 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Konur á rauðum sokkum hlaut Einarinn á Skjaldborg Það ríkti góð stemning á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina þar sem hátíð íslenskra heimildarmynda, Skjaldborg, fór fram í þriðja sinn. 2. júní 2009 05:00
Skjaldborgarhátíðin: Hvað er svona merkilegt við það? Sögu kvennaframboða er gert hátt undir höfði í heimildarmyndinni Hvað er svona merkilegt við það? 20. maí 2015 13:44