Nær ekki að hrista undirheimana af sér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Stefán Máni segir erfitt að hrista undirheimana alveg af sér. Fréttablaðið/GVA „Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann. Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann.
Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira