Byggja þarf 10.000 íbúðir næstu þrjú árin Una Sighvatsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 20:00 Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt." Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt."
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira