Svartasti föstudagur íslenskrar tungu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2015 11:24 Fósturlandsins freyja má sín lítils gegn holskeflu skilaboða frá áköfum verslunarmönnum og auglýsingagosum. „Var dagurinn í dag einn svartasti föstudagur íslenskrar tungu?“ spyr Steinþór Einarsson á Facebook: „Útvarpið var í gangi hjá mér og auglýsingaflóðið sem hófst á orðunum black friday var yfirgengilegt. Eru engin takmörk fyrir lágkúrunni?“ Í gær var verslunardagurinn mikli, ýmsar verslanir buðu afslátt á varningi sínum en úti í Bandaríkjunum er þessi dagur einn helsti verslunardagur ársins og er kallaður „Black Friday“. Líkt og með ýmsa siði sem hafa borist frá Bandaríkjunum þykir verslunarmönnum upplagt að koma honum þessum á hérlendis. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir daginn kominn til að vera: „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Nema, íslenskum verslunarmönnum og auglýsingagosum á þeirra snærum þykir engin ástæða til að kalla daginn annað en „Black Friday“ – en, í þeim efnum virðist sem þeir hafi vanmetið ást á móðurmálinu því fjölmörgum Íslendingum þykir þetta hin mesta lágkúra. Þessa má glögglega sjá stað á Facebook. Einari K er ekki skemmt þó hann brosi hér í linsu Gunnars V. Andréssonar.visir/gva Shame on you – frá forseta AlþingisSjálfum forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, blöskrar og hann ritar á sinn Facebookvegg: „Það er gott og vel að kaupmenn landsins flytji inn erlendar fyrirmyndir til þess að örva verslun sína. En ráða þeir ekki við að íslenska svo einföld orð sem Black Friday? Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan við strengdum vor heit á degi íslenskrar tungu en í dag auka kaupmenn sér leti með því hirðuleysi að íslenska ekki hið nýja fyrirbæri. Þetta kemur í kjölfar þess að í fjölmiðlum á dögunum var Hrekkjavka oftar en ekki kölluð Halloween í íslenskum fjölmiðlum. Annað hvort er þetta til marks um virðingarleysi fyrir íslenskunni eða lítið vald á enskri tungu; nema auðvitað hvort tveggja sé. Og nú svara ég í sömu mynt: Shame on you!“Merkilegur menningarsjúkdómurOg svo farið sé á hinn enda hins flokkspóltíska litrófs, þá eru þeir fullkomlega sammála um þetta atriði, rithöfundurinn og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann og svo Einar: Árni Bergmann segir marga hneykslast á „black Friday“ sem vonlegt er. „Ég sá að margir hneyksluðust á „black Friday“ sem vonlegt er. En þessi ofnotkun á dagatalinu í þágu kaupskapar er partur af merkilegum menningarsjúkdómi sem kalla mætti dagamun. Hann kom á sínum tíma fram í yndislegri sjónvarpsauglýsingu sem sýndi stóra fjölskyldu borða „hvunndagsís“ á mánudegi, á þriðjudegi, á miðvikudegi.. og þulur tók undir með seiðandi og ógleymanlegum hætti: „Gerðu þér dagamun á hverjum degi“.Fósturlandsins freyja mótmælirOg nefna má fjölmörg dæmi önnur þar sem fólk er ósátt fyrir hönd íslenskrar tungu. Þorsteinn Eggertsson er léttur á því sem fyrr en undirliggjandi er þó ábending um að jafnvel fósturlandsins freyja mótmæli þessum ósköpum: „Svartur föstudagur? Ég sé ekki betur en að það sé allt hvítt, svo langt sem augað eygir, fyrir utan gluggann minn.“ Og Margrét K. Sverrisdóttir stjórnmálamaður með meiru er lausnamiðuð þegar hún segir: „Besta þýðingin á Black Friday er ,,Föstudagur til fjár", gaman væri ef fyrirtæki notuðu það.“ Stefán Hilmarsson er unnandi íslenskrar tungu og honum þykir þetta aumt, fáránlegt og hallærislegt. Heitustu og frjóustu umræðuna er þó að finna á vegg Stefáns Hilmarssonar tónlistarmanns, en honum er ekki skemmt: „Verslunarmenn er farnir að apa upp eftir bandarískum kollegum s.k. „Black Friday“. Gott og vel. En hví má það ekki heita „Svartur föstudagur“? Eða eitthvað annað. Þetta er bjánalegt — eins og ég myndi auglýsa „Christmas Concert“.“Aumt, fáránlegt og hallærislegtFjölmargir valinkunnir íslenskumenn taka undir með Stefáni í þessum efnum svo sem þeir Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson. Og Stefán hnykkir á orðum sínum með annarri færslu:„Aðeins meiri Eiður: Hvaða bévítans rugl er það að lesa erlend slagorð í auglýsingum sem annars eru á íslensku? Sbr. „sense the difference“, „feel the motion“, o.s.frv. Aumt, fáránlegt og hallærislegt. Ef eitthvað er, þá stuðlar þetta að því maður sniðgengur viðkomandi varning. Eru auglýsingamenn búnir að missa fótanna og tungutakið, Bragi Valdimar?“ Og Braga Valdimar Skúlasyni, íslensku- og tónlistarmanni sem og auglýsingastofumanni er brugðið og svarar: „Held það barasta, ég er enn að bryðja róandi yfir BF–sortuæxlinu sem sprakk framan í mig yfir morgunkaffinu. Það þarf að taka upp ströng viðurlög, helst raflostsmeðferð, við slettublæti óharnaðra slagyrðinga.“ Félagi Braga í Baggalúti, Karl Sigurðsson, leggur til að þessi dagur verði kallaður „fjárdagur“. Elsku hjartans pakka- og pinklasalar, hefði það drepið ykkur að nota blökkufössara eða svörtuföstu eða Fagra–Blakk eða...Posted by Bragi Valdimar Skúlason on 27. nóvember 2015 Posted by Hallveig Rúnarsdóttir on 27. nóvember 2015 Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Var dagurinn í dag einn svartasti föstudagur íslenskrar tungu?“ spyr Steinþór Einarsson á Facebook: „Útvarpið var í gangi hjá mér og auglýsingaflóðið sem hófst á orðunum black friday var yfirgengilegt. Eru engin takmörk fyrir lágkúrunni?“ Í gær var verslunardagurinn mikli, ýmsar verslanir buðu afslátt á varningi sínum en úti í Bandaríkjunum er þessi dagur einn helsti verslunardagur ársins og er kallaður „Black Friday“. Líkt og með ýmsa siði sem hafa borist frá Bandaríkjunum þykir verslunarmönnum upplagt að koma honum þessum á hérlendis. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir daginn kominn til að vera: „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Nema, íslenskum verslunarmönnum og auglýsingagosum á þeirra snærum þykir engin ástæða til að kalla daginn annað en „Black Friday“ – en, í þeim efnum virðist sem þeir hafi vanmetið ást á móðurmálinu því fjölmörgum Íslendingum þykir þetta hin mesta lágkúra. Þessa má glögglega sjá stað á Facebook. Einari K er ekki skemmt þó hann brosi hér í linsu Gunnars V. Andréssonar.visir/gva Shame on you – frá forseta AlþingisSjálfum forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, blöskrar og hann ritar á sinn Facebookvegg: „Það er gott og vel að kaupmenn landsins flytji inn erlendar fyrirmyndir til þess að örva verslun sína. En ráða þeir ekki við að íslenska svo einföld orð sem Black Friday? Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan við strengdum vor heit á degi íslenskrar tungu en í dag auka kaupmenn sér leti með því hirðuleysi að íslenska ekki hið nýja fyrirbæri. Þetta kemur í kjölfar þess að í fjölmiðlum á dögunum var Hrekkjavka oftar en ekki kölluð Halloween í íslenskum fjölmiðlum. Annað hvort er þetta til marks um virðingarleysi fyrir íslenskunni eða lítið vald á enskri tungu; nema auðvitað hvort tveggja sé. Og nú svara ég í sömu mynt: Shame on you!“Merkilegur menningarsjúkdómurOg svo farið sé á hinn enda hins flokkspóltíska litrófs, þá eru þeir fullkomlega sammála um þetta atriði, rithöfundurinn og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, Árni Bergmann og svo Einar: Árni Bergmann segir marga hneykslast á „black Friday“ sem vonlegt er. „Ég sá að margir hneyksluðust á „black Friday“ sem vonlegt er. En þessi ofnotkun á dagatalinu í þágu kaupskapar er partur af merkilegum menningarsjúkdómi sem kalla mætti dagamun. Hann kom á sínum tíma fram í yndislegri sjónvarpsauglýsingu sem sýndi stóra fjölskyldu borða „hvunndagsís“ á mánudegi, á þriðjudegi, á miðvikudegi.. og þulur tók undir með seiðandi og ógleymanlegum hætti: „Gerðu þér dagamun á hverjum degi“.Fósturlandsins freyja mótmælirOg nefna má fjölmörg dæmi önnur þar sem fólk er ósátt fyrir hönd íslenskrar tungu. Þorsteinn Eggertsson er léttur á því sem fyrr en undirliggjandi er þó ábending um að jafnvel fósturlandsins freyja mótmæli þessum ósköpum: „Svartur föstudagur? Ég sé ekki betur en að það sé allt hvítt, svo langt sem augað eygir, fyrir utan gluggann minn.“ Og Margrét K. Sverrisdóttir stjórnmálamaður með meiru er lausnamiðuð þegar hún segir: „Besta þýðingin á Black Friday er ,,Föstudagur til fjár", gaman væri ef fyrirtæki notuðu það.“ Stefán Hilmarsson er unnandi íslenskrar tungu og honum þykir þetta aumt, fáránlegt og hallærislegt. Heitustu og frjóustu umræðuna er þó að finna á vegg Stefáns Hilmarssonar tónlistarmanns, en honum er ekki skemmt: „Verslunarmenn er farnir að apa upp eftir bandarískum kollegum s.k. „Black Friday“. Gott og vel. En hví má það ekki heita „Svartur föstudagur“? Eða eitthvað annað. Þetta er bjánalegt — eins og ég myndi auglýsa „Christmas Concert“.“Aumt, fáránlegt og hallærislegtFjölmargir valinkunnir íslenskumenn taka undir með Stefáni í þessum efnum svo sem þeir Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson. Og Stefán hnykkir á orðum sínum með annarri færslu:„Aðeins meiri Eiður: Hvaða bévítans rugl er það að lesa erlend slagorð í auglýsingum sem annars eru á íslensku? Sbr. „sense the difference“, „feel the motion“, o.s.frv. Aumt, fáránlegt og hallærislegt. Ef eitthvað er, þá stuðlar þetta að því maður sniðgengur viðkomandi varning. Eru auglýsingamenn búnir að missa fótanna og tungutakið, Bragi Valdimar?“ Og Braga Valdimar Skúlasyni, íslensku- og tónlistarmanni sem og auglýsingastofumanni er brugðið og svarar: „Held það barasta, ég er enn að bryðja róandi yfir BF–sortuæxlinu sem sprakk framan í mig yfir morgunkaffinu. Það þarf að taka upp ströng viðurlög, helst raflostsmeðferð, við slettublæti óharnaðra slagyrðinga.“ Félagi Braga í Baggalúti, Karl Sigurðsson, leggur til að þessi dagur verði kallaður „fjárdagur“. Elsku hjartans pakka- og pinklasalar, hefði það drepið ykkur að nota blökkufössara eða svörtuföstu eða Fagra–Blakk eða...Posted by Bragi Valdimar Skúlason on 27. nóvember 2015 Posted by Hallveig Rúnarsdóttir on 27. nóvember 2015
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira