Vigdís í skotlínu myndlistarmanna Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2015 12:47 Vigdís verst myndlistarmönnum af mikilli fimi og vísar erindinu til Illuga. Blásið verður til herferðar meðal myndlistarmanna í dag. Sérlegur baráttufundur verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fjögur í dag en myndlistarmenn vilja að ráðin verði bót á því að þeir sjálfir þurfi að standa undir kostnaði við uppsetningu sýninga sem þeir eru fengnir til að halda á vegum hins opinbera. (Sjá nánar neðar.)Á borði Illuga en ekki fjárlaganefndarTil stóð að afhenda Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, undirskriftalista þar sem þessi krafa er áréttuð. Af því verður þó ekki því Vigdís hvorki getur né vill veita þessum undirskriftum viðtöku. Breytingar á dagskrá fundarins hafa verið boðaðar vegna þessa.„Í fyrsta lagi er ekki hægt að setja neinn á dagskrá viðburðar nema hafa samband við hann fyrst, áður en auglýsing er send út. Í öðru lagi var haft samband við mig í gegnum tölvupóst, þar sem ég afþakkaði boðið á þeim forsendum að þetta væri málaflokkur mennta- og menningarmálaráðherra. Og benti þeim á að hafa samband við hann. Í kjölfarið fékk ég annan tölvupóst, sama dag, og ítrekaði þá að þetta væri málaflokkur Illuga,“ segir Vigdís í samtali við Vísi.Myndlistarmenn sækja að VigdísiÞetta var fyrir rúmri viku og er ekki öll sagan sögð, því myndlistarmenn sóttu nokkuð hart að Vigdísi með þetta erindi:„Á miðvikudaginn var svo hringt í mig frá samtökunum þar sem ég fór áfram yfir þessi rök að ég virti þrígreiningu ríkisvaldsins og myndi ekki ganga inná svið framkvæmdavaldsins, í þessu tilfelli mennta- og menningarmálaráðherra. Sérstaklega í ljósi þess að um stefnubreytingu hjá myndlistarmönnum er að ræða þar sem farið er fram á að nýjar tillögur að útgjaldaliðum ríkisins verði samþykktar; meðal annars þær að listamenn ætla að freista þess að fá laun fyrir að setja upp sýningar, sem dæmi. Þetta er alls ekki á borði fjárlaganefndar að taka ákvörðun um slíkt. Þannig að, að þessum orðum sögðum, stendur það að ég tel mér ófært að verða við því að taka við þessum lista,“ segir Vigdís.Talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstriEn, hvernig horfir málið við þér, þá svona utan dagskrár? „Ég hef alltaf talað fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og forgangsröðun til grunnstoða samfélagsins. Og það er rauði þráðurinn í mínum málflutingi frá því ég tók við sem formaður fjárlaganefndar og það hefur ekkert breyst.“Og, myndlistin telst ekki til grunnstoða samfélagsgerðarinnar að þínu mati? „Ég er ekki að leggja mat á það en ég er ekki að mæta þarna til að taka við þessum lista, þetta er ekki á mínu borði.“Öllum alþingismönnum boðið á fundinn Samtök íslenskra myndlistarmanna hafa boðið öllum alþingismönnum til fundarins, eins og segir í tilkynningu:Þér er boðið á setningu herferðarinnar “VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM” í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, föstudaginn 20. nóvember, kl.16:00 - 17:00.Tilgangur herferðarinnar er að efla starfsvettvang myndlistarinnar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna. Þungamiðja herferðarinnar er að kynna samning um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds. Framlagssamningurinn getur orðið grundvöllur til að byggja á, fyrir öll listasöfn á Íslandi og opinberar byggingar, sem eru fjármagnaðar af opinberum aðilum að hluta eða öllu leyti.SÍM hefur sett af stað tvíþætta undirskriftasöfnun til að minna á mikilvægi stóru opinberu sjóðanna, fyrir störf myndlistarmanna og listfræðinga. Niðurskurði á meginsjóðum myndlistarmanna; Myndlistarsjóði og Listskreytingasjóði, er mótmælt og skorað er á Alþingi að sýna stórhug og framsýni í verki með því að veita, 52 milljónum króna í Myndlistarsjóð og 10 milljónum króna í Listskreytingasjóð, fyrir árið 2016. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Blásið verður til herferðar meðal myndlistarmanna í dag. Sérlegur baráttufundur verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fjögur í dag en myndlistarmenn vilja að ráðin verði bót á því að þeir sjálfir þurfi að standa undir kostnaði við uppsetningu sýninga sem þeir eru fengnir til að halda á vegum hins opinbera. (Sjá nánar neðar.)Á borði Illuga en ekki fjárlaganefndarTil stóð að afhenda Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, undirskriftalista þar sem þessi krafa er áréttuð. Af því verður þó ekki því Vigdís hvorki getur né vill veita þessum undirskriftum viðtöku. Breytingar á dagskrá fundarins hafa verið boðaðar vegna þessa.„Í fyrsta lagi er ekki hægt að setja neinn á dagskrá viðburðar nema hafa samband við hann fyrst, áður en auglýsing er send út. Í öðru lagi var haft samband við mig í gegnum tölvupóst, þar sem ég afþakkaði boðið á þeim forsendum að þetta væri málaflokkur mennta- og menningarmálaráðherra. Og benti þeim á að hafa samband við hann. Í kjölfarið fékk ég annan tölvupóst, sama dag, og ítrekaði þá að þetta væri málaflokkur Illuga,“ segir Vigdís í samtali við Vísi.Myndlistarmenn sækja að VigdísiÞetta var fyrir rúmri viku og er ekki öll sagan sögð, því myndlistarmenn sóttu nokkuð hart að Vigdísi með þetta erindi:„Á miðvikudaginn var svo hringt í mig frá samtökunum þar sem ég fór áfram yfir þessi rök að ég virti þrígreiningu ríkisvaldsins og myndi ekki ganga inná svið framkvæmdavaldsins, í þessu tilfelli mennta- og menningarmálaráðherra. Sérstaklega í ljósi þess að um stefnubreytingu hjá myndlistarmönnum er að ræða þar sem farið er fram á að nýjar tillögur að útgjaldaliðum ríkisins verði samþykktar; meðal annars þær að listamenn ætla að freista þess að fá laun fyrir að setja upp sýningar, sem dæmi. Þetta er alls ekki á borði fjárlaganefndar að taka ákvörðun um slíkt. Þannig að, að þessum orðum sögðum, stendur það að ég tel mér ófært að verða við því að taka við þessum lista,“ segir Vigdís.Talar fyrir aðhaldi í ríkisrekstriEn, hvernig horfir málið við þér, þá svona utan dagskrár? „Ég hef alltaf talað fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og forgangsröðun til grunnstoða samfélagsins. Og það er rauði þráðurinn í mínum málflutingi frá því ég tók við sem formaður fjárlaganefndar og það hefur ekkert breyst.“Og, myndlistin telst ekki til grunnstoða samfélagsgerðarinnar að þínu mati? „Ég er ekki að leggja mat á það en ég er ekki að mæta þarna til að taka við þessum lista, þetta er ekki á mínu borði.“Öllum alþingismönnum boðið á fundinn Samtök íslenskra myndlistarmanna hafa boðið öllum alþingismönnum til fundarins, eins og segir í tilkynningu:Þér er boðið á setningu herferðarinnar “VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM” í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, föstudaginn 20. nóvember, kl.16:00 - 17:00.Tilgangur herferðarinnar er að efla starfsvettvang myndlistarinnar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna. Þungamiðja herferðarinnar er að kynna samning um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds. Framlagssamningurinn getur orðið grundvöllur til að byggja á, fyrir öll listasöfn á Íslandi og opinberar byggingar, sem eru fjármagnaðar af opinberum aðilum að hluta eða öllu leyti.SÍM hefur sett af stað tvíþætta undirskriftasöfnun til að minna á mikilvægi stóru opinberu sjóðanna, fyrir störf myndlistarmanna og listfræðinga. Niðurskurði á meginsjóðum myndlistarmanna; Myndlistarsjóði og Listskreytingasjóði, er mótmælt og skorað er á Alþingi að sýna stórhug og framsýni í verki með því að veita, 52 milljónum króna í Myndlistarsjóð og 10 milljónum króna í Listskreytingasjóð, fyrir árið 2016.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira