Abby Wambach stefnir hátt í golfinu 20. desember 2015 11:30 Wamback kom sá og sigraði á HM. Getty Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira