Þetta er engin hallelúja samkoma Magnús Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 10:00 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín ritstýrði verkinu um Hallgrím Pétursson. Visir/Stefán Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“ Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira