Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 3. febrúar 2015 09:15 Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. vísir/getty Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur áhyggjur af stöðu karlkyns fórnarlamba mansals. Lítil sem engin úrræði virðast standa fórnarlömbum mansals til boða hérlendis eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. „Karlar og börn eru líka fórnarlömb mansals. Það þarf að huga sérstaklega að aðstöðu fyrir karla og börn. Við höfum náttúrulega aðstöðu fyrir börn fyrir tilstilli barnaverndarnefndar sem er kölluð til þegar upp koma mál er varða börn. En við höfum ekki haft sérstaka aðstöðu fyrir karla. Ég tel mikilvægt að það sé tekið á því,“ segir Eygló.Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Fjölbreyttari mál Eins og staðan er nú yrði leitað til viðkomandi sveitarfélags eftir neyðaraðstöðu vegna karlkyns fórnarlambs mansals. „Við myndum reyna okkar besta í því að tryggja örugga aðstöðu. Það yrði fundin lausn á þessu en ég hef haft áhyggjur af að við höfum horft of mikið á að mansal sé fyrst og fremst tengt konum. Við höfum ekki horfst í augu við það að mansal nær yfir miklu fjölbreyttari mál. Þetta eru miklu margþættari vandamál en hafa verið í umræðunni á Íslandi. Við eigum að geta unnið þéttar saman í þessum málum, við erum svo lítil þjóð,“ segir hún. Eygló segir að ef til vill verði unnið að lausnum á vandanum í nýrri aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. „Í nýrri áætlun gegn ofbeldi verður tekið á ofbeldi í heild. Við erum að gera marga góða hluti en þeir eru svolítið úti um allt. Við ætlum að taka á ofbeldi í heild sinni, í öllum sínum birtingarmyndum og mansalsmál geta fallið þar undir.“Aðstoð til fórnarlamba Nú er eitt ár eftir af þremur sem áætluð voru til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. Í áætluninni eru skilgreindar 25 aðgerðir sem stuðla eiga að forvörnum gegn mansali, aðstoð og vernd við fórnarlömb, árangursríkri rannsókn mansalsmála og samráði og samstarfi þeirra aðila sem koma að mansalsmálum. Þrjár aðgerðir eru á ábyrgð velferðarráðuneytis og snúa þær allar að því að aðstoða fórnarlömb mansals. Að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð óháð lögheimilisskráningu og því hvort viðkomandi sé í lögmætri eða ólögmætri dvöl. Tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og skoða möguleika á því að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan.Þurftu að tryggja fjármagn Eygló tekur fram að aðgerðaáætlun hafi verið komin á áður en hún tók við embætti en telur upp það sem gert hefur verið. „Það var gengið frá samningi við Stígamót um rekstur Kristínarhúss. Síðan var það niðurstaða Stígamóta að þær treystu sér ekki lengur til að reka Kristínarhús og vildu loka því. Í framhaldi þurftum við að tryggja fjármagn, bæði til að efla starfsemi Stígamóta og líka til að tryggja aðstöðu fyrir fórnarlömb, því varð úr að við sömdum við Kvennaathvarfið. Við teljum að með auknu fjármagni geti þær tryggt sálgæslu og ráðgjöf.“ Alda Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri segir engin úrræði nýtast fórnarlömbum mansals. Hún segir mikilvægt að úrræðin séu örugg og að starfsemin sé í samræmi við þarfir fórnarlamba. Eygló segir að þó að staðsetningin sé þekkt þá séu umtalsverðar öryggisráðstafanir í Kvennaathvarfinu. „Þar eru myndavélar og annar öryggisbúnaður. Starfsfólk Kvennaathvarfsins er vant því að bregðast við því þegar ofbeldismenn reyna að nálgast fórnarlömb sín.“Ólöf Nordal innanríkisráðherravísir/pjeturFjármunir skiluðu sér ekki Alls eru 8,3 milljónir áætlaðar í kostnað vegna aðgerðaáætlunar. Henni er skipt upp í fimm hluta: Forvarnir, aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb mansals, rannsókn og saksókn mansalsmála, samstarf og samráð og mat á árangri. Kostnaður er aðeins áætlaður á fyrsta hluta, forvarnir, og lítið sem ekkert fjármagn fylgir áætluninni. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ljóst að þeir fjármunir sem áætlunin gerir ráð fyrir hafi ekki skilað sér og því hafi þurft að tryggja að þau úrræði og aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í verði framkvæmd á annan hátt. Hún segir að því hafi verið ákveðið að setja á fót stýrihóp sem raðaði verkefnum í forgang þrátt fyrir skort á fjármunum. „Með því að nýta betur þekkingu og reynslu þeirra aðila sem koma helst að þessum málum og jafnframt leita leiða til að tryggja innleiðingu nauðsynlegra aðgerða þrátt fyrir skort á fjármunum.“ Hún segir hlutverk stýrihópsins að forgangsraða aðgerðum og koma í framkvæmd í samráði við nauðsynlega aðila. Kalla til samráðs þá aðila sem hafi þekkingu og aðkomu að mismunandi aðgerðum áætlunar. Miðla þekkingu og halda utan um tölfræði.Kortleggja næstu skref Ólöf segir stýrihópinn hafa verið að kortleggja næstu skref og hvar mesta þörfin sé á að byrja. „Samdóma álit hópsins var að byrja þyrfti á fræðslu og að nýta þá þekkingu sem leynist innan stofnana og samtaka. Var því sett á fót sérstakt fræðsluteymi innan stýrihópsins. Ákveðið var að skipta fræðslunni niður á landsvæði þar sem mismunandi aðilar væru leiddir saman í fræðslu og spjall,“ segir Ólöf, og segir frá því að búið sé að halda fimmtán fræðslufundi og 300 manns, meðal annars fulltrúar lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu og verkalýðsfélaga, hafi sótt fræðslu teymisins. „Á fræðslufundunum er farið yfir helstu einkenni mansals, sagt frá ýmsum dæmum og mögulegum úrræðum. Tilgangur þessara fræðslufunda er einnig að þessir aðilar búi síðan til sitt viðbragðsteymi sem hægt sé að leita til ef mansalsmál koma upp á svæðinu.“Vill mennta dómara og lögreglu Ólöf segist vilja auka tækifæri lögreglumanna og dómara til menntunar á þessu sviði. „Mig langar til að það komi fram að í mínum huga eru þetta ekki óyfirstíganleg mál. Við höfum kerfi sem hægt er að vinna með og bæta. Vilji minn er að auka tækifæri lögreglumanna og dómara til menntunar á þessu sviði, það er í samræmi við það sem ég hef áður sagt. Að því verður unnið. Almennt um fræðsluátakið sem staðið hefur verið að er það að segja að hluti af því er að upplýsa mismunandi hópa um málaflokkinn og skapa tengslanet innan kerfisins. Í þessu eins og öðru skiptir fræðsla og upplýsing gífurlega miklu máli. Að því hefur verið unnið og að því stefnum við áfram.“vísirGrunur um mansal á nuddstofuÍ október 2012 fjallaði Fréttablaðið um það að lögregla hefði til rannsóknar mál er varðaði grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar sama ár að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lina Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan hafði verið á Íslandi í fjögur ár og sagðist hafa unnið fyrir Linu í 14-15 klukkutíma á dag á nuddstofunni, auk þess að bera út blöð og vinna við fasteignir víða um borgina sem hjónin höfðu keypt.Sjá einnig:Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn Í bréfinu sagði hún að kínverskur maður væri hjá Linu og eiginmanni hennar. Vegabréf hans hefði verið tekið af honum, hann læstur inni og bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins til þess að vinna á nuddstofunni. Í bréfinu óskaði hún eftir því að málið yrði skoðað og reynt að bjarga manninum. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Linu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun.Sterkar líkur á mansali Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn ungum manni sem var gripinn í Leifsstöð með metamfetamínbasa í flösku í október 2013. Samkvæmt traustum heimildum Fréttablaðsins hafði honum verið lofað vinnu eftir innflutninginn og var hann álitinn vera fórnarlamb mansals. Að undanförnu hefur lögreglan unnið eftir þeirri hugmyndafræði að rannsaka fíkniefnamál með það í huga hvort mansalsþáttur sé til staðar eða ekki. Í máli mannsins þóttu sterkar líkur á því. Maðurinn var settur í gæsluvarðhald og seinna fyrir dómi útskýrði hann að hann hefði hent flöskunni í gólfið vegna hræðslu og streitu. „Ég hugsaði ekki skýrt og veit ekki hvers vegna ég gerði þetta. Djöfullinn var í mér,“ sagði hann. Maðurinn fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Fréttaskýringar Mansal í Vík Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur áhyggjur af stöðu karlkyns fórnarlamba mansals. Lítil sem engin úrræði virðast standa fórnarlömbum mansals til boða hérlendis eftir að Kristínarhúsi var lokað. Þar var starfrækt úrræði fyrir kvenkyns fórnarlömb mansals en eftir að því var lokað hefur Kvennaathvarfið tekið við þeim skjólstæðingum sem þurfa aðstoð. Engin úrræði eru hins vegar í boði fyrir karlkyns fórnarlömb mansals eða börn. „Karlar og börn eru líka fórnarlömb mansals. Það þarf að huga sérstaklega að aðstöðu fyrir karla og börn. Við höfum náttúrulega aðstöðu fyrir börn fyrir tilstilli barnaverndarnefndar sem er kölluð til þegar upp koma mál er varða börn. En við höfum ekki haft sérstaka aðstöðu fyrir karla. Ég tel mikilvægt að það sé tekið á því,“ segir Eygló.Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Fjölbreyttari mál Eins og staðan er nú yrði leitað til viðkomandi sveitarfélags eftir neyðaraðstöðu vegna karlkyns fórnarlambs mansals. „Við myndum reyna okkar besta í því að tryggja örugga aðstöðu. Það yrði fundin lausn á þessu en ég hef haft áhyggjur af að við höfum horft of mikið á að mansal sé fyrst og fremst tengt konum. Við höfum ekki horfst í augu við það að mansal nær yfir miklu fjölbreyttari mál. Þetta eru miklu margþættari vandamál en hafa verið í umræðunni á Íslandi. Við eigum að geta unnið þéttar saman í þessum málum, við erum svo lítil þjóð,“ segir hún. Eygló segir að ef til vill verði unnið að lausnum á vandanum í nýrri aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. „Í nýrri áætlun gegn ofbeldi verður tekið á ofbeldi í heild. Við erum að gera marga góða hluti en þeir eru svolítið úti um allt. Við ætlum að taka á ofbeldi í heild sinni, í öllum sínum birtingarmyndum og mansalsmál geta fallið þar undir.“Aðstoð til fórnarlamba Nú er eitt ár eftir af þremur sem áætluð voru til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. Í áætluninni eru skilgreindar 25 aðgerðir sem stuðla eiga að forvörnum gegn mansali, aðstoð og vernd við fórnarlömb, árangursríkri rannsókn mansalsmála og samráði og samstarfi þeirra aðila sem koma að mansalsmálum. Þrjár aðgerðir eru á ábyrgð velferðarráðuneytis og snúa þær allar að því að aðstoða fórnarlömb mansals. Að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð óháð lögheimilisskráningu og því hvort viðkomandi sé í lögmætri eða ólögmætri dvöl. Tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og skoða möguleika á því að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan.Þurftu að tryggja fjármagn Eygló tekur fram að aðgerðaáætlun hafi verið komin á áður en hún tók við embætti en telur upp það sem gert hefur verið. „Það var gengið frá samningi við Stígamót um rekstur Kristínarhúss. Síðan var það niðurstaða Stígamóta að þær treystu sér ekki lengur til að reka Kristínarhús og vildu loka því. Í framhaldi þurftum við að tryggja fjármagn, bæði til að efla starfsemi Stígamóta og líka til að tryggja aðstöðu fyrir fórnarlömb, því varð úr að við sömdum við Kvennaathvarfið. Við teljum að með auknu fjármagni geti þær tryggt sálgæslu og ráðgjöf.“ Alda Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri segir engin úrræði nýtast fórnarlömbum mansals. Hún segir mikilvægt að úrræðin séu örugg og að starfsemin sé í samræmi við þarfir fórnarlamba. Eygló segir að þó að staðsetningin sé þekkt þá séu umtalsverðar öryggisráðstafanir í Kvennaathvarfinu. „Þar eru myndavélar og annar öryggisbúnaður. Starfsfólk Kvennaathvarfsins er vant því að bregðast við því þegar ofbeldismenn reyna að nálgast fórnarlömb sín.“Ólöf Nordal innanríkisráðherravísir/pjeturFjármunir skiluðu sér ekki Alls eru 8,3 milljónir áætlaðar í kostnað vegna aðgerðaáætlunar. Henni er skipt upp í fimm hluta: Forvarnir, aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb mansals, rannsókn og saksókn mansalsmála, samstarf og samráð og mat á árangri. Kostnaður er aðeins áætlaður á fyrsta hluta, forvarnir, og lítið sem ekkert fjármagn fylgir áætluninni. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ljóst að þeir fjármunir sem áætlunin gerir ráð fyrir hafi ekki skilað sér og því hafi þurft að tryggja að þau úrræði og aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í verði framkvæmd á annan hátt. Hún segir að því hafi verið ákveðið að setja á fót stýrihóp sem raðaði verkefnum í forgang þrátt fyrir skort á fjármunum. „Með því að nýta betur þekkingu og reynslu þeirra aðila sem koma helst að þessum málum og jafnframt leita leiða til að tryggja innleiðingu nauðsynlegra aðgerða þrátt fyrir skort á fjármunum.“ Hún segir hlutverk stýrihópsins að forgangsraða aðgerðum og koma í framkvæmd í samráði við nauðsynlega aðila. Kalla til samráðs þá aðila sem hafi þekkingu og aðkomu að mismunandi aðgerðum áætlunar. Miðla þekkingu og halda utan um tölfræði.Kortleggja næstu skref Ólöf segir stýrihópinn hafa verið að kortleggja næstu skref og hvar mesta þörfin sé á að byrja. „Samdóma álit hópsins var að byrja þyrfti á fræðslu og að nýta þá þekkingu sem leynist innan stofnana og samtaka. Var því sett á fót sérstakt fræðsluteymi innan stýrihópsins. Ákveðið var að skipta fræðslunni niður á landsvæði þar sem mismunandi aðilar væru leiddir saman í fræðslu og spjall,“ segir Ólöf, og segir frá því að búið sé að halda fimmtán fræðslufundi og 300 manns, meðal annars fulltrúar lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu og verkalýðsfélaga, hafi sótt fræðslu teymisins. „Á fræðslufundunum er farið yfir helstu einkenni mansals, sagt frá ýmsum dæmum og mögulegum úrræðum. Tilgangur þessara fræðslufunda er einnig að þessir aðilar búi síðan til sitt viðbragðsteymi sem hægt sé að leita til ef mansalsmál koma upp á svæðinu.“Vill mennta dómara og lögreglu Ólöf segist vilja auka tækifæri lögreglumanna og dómara til menntunar á þessu sviði. „Mig langar til að það komi fram að í mínum huga eru þetta ekki óyfirstíganleg mál. Við höfum kerfi sem hægt er að vinna með og bæta. Vilji minn er að auka tækifæri lögreglumanna og dómara til menntunar á þessu sviði, það er í samræmi við það sem ég hef áður sagt. Að því verður unnið. Almennt um fræðsluátakið sem staðið hefur verið að er það að segja að hluti af því er að upplýsa mismunandi hópa um málaflokkinn og skapa tengslanet innan kerfisins. Í þessu eins og öðru skiptir fræðsla og upplýsing gífurlega miklu máli. Að því hefur verið unnið og að því stefnum við áfram.“vísirGrunur um mansal á nuddstofuÍ október 2012 fjallaði Fréttablaðið um það að lögregla hefði til rannsóknar mál er varðaði grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar sama ár að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lina Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan hafði verið á Íslandi í fjögur ár og sagðist hafa unnið fyrir Linu í 14-15 klukkutíma á dag á nuddstofunni, auk þess að bera út blöð og vinna við fasteignir víða um borgina sem hjónin höfðu keypt.Sjá einnig:Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn Í bréfinu sagði hún að kínverskur maður væri hjá Linu og eiginmanni hennar. Vegabréf hans hefði verið tekið af honum, hann læstur inni og bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins til þess að vinna á nuddstofunni. Í bréfinu óskaði hún eftir því að málið yrði skoðað og reynt að bjarga manninum. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Linu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun.Sterkar líkur á mansali Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn ungum manni sem var gripinn í Leifsstöð með metamfetamínbasa í flösku í október 2013. Samkvæmt traustum heimildum Fréttablaðsins hafði honum verið lofað vinnu eftir innflutninginn og var hann álitinn vera fórnarlamb mansals. Að undanförnu hefur lögreglan unnið eftir þeirri hugmyndafræði að rannsaka fíkniefnamál með það í huga hvort mansalsþáttur sé til staðar eða ekki. Í máli mannsins þóttu sterkar líkur á því. Maðurinn var settur í gæsluvarðhald og seinna fyrir dómi útskýrði hann að hann hefði hent flöskunni í gólfið vegna hræðslu og streitu. „Ég hugsaði ekki skýrt og veit ekki hvers vegna ég gerði þetta. Djöfullinn var í mér,“ sagði hann. Maðurinn fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm.
Fréttaskýringar Mansal í Vík Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00