Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér svavar hávarðsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Fram hefur komið að sæstrengur verði ekki lagður héðan til Bretlands án þess að til komi uppbygging og styrking flutningskerfis raforku hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira