Vilja að miðhálendið verði friðað 11. maí 2015 13:00 Snorri Baldursson nýkjörinn formaður Landverndar. „Það eru svo mörg góð verkefni sem Landvernd hefur verið að vinna að og ég mun ekki breyta um stefnu. Þó er alveg möguleiki að með tímanum verði einhverjar nýjar áherslur,“ segir Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar. Snorri tekur við af Guðmundi Herði Guðmundssyni sem formaður Landverndar. Snorri var kosinn formaður á aðalfundi samtakanna sem fram fór á laugardag. Guðmundur Hörður hefur leitt samtökin síðan 2011. „Það er á nægu að taka og munum við stjórnin hittast fljótlega og fara yfir málin,“ segir Snorri, sem er líffræðingur að mennt, og hefur meðal annars getið sér gott orð sem rithöfundur. Bók hans, Lífríki Íslands, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Auk formannskjörsins voru fimm ályktanir samþykktar á fundinum. Skoraði aðalfundurinn á stjórnvöld að hefja vinnu við friðun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs. Að auki var þingsályktunartillögu atvinnuveganefndar Alþingis harðlega mótmælt á fundinum, en hún snýr að færslu fimm virkjanahugmynda úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar án þess þó að fullnægjandi umfjöllun hafi átt sér stað. Einnig var krafist frekari rannsókna á áhrifum ferðamanna á náttúruperlur landsins auk þess sem krafa var gerð um aukna landvörslu og að gæði yrðu tryggð í uppbyggingu innviða á ferðamannstöðum. Skoraði aðalfundurinn jafnframt á stjórnvöld að tryggja vernd Jökulsárlóns og Breiðamerkursands og lögðu til að skoðað yrði hvort fótur væri fyrir að svæðið yrði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
„Það eru svo mörg góð verkefni sem Landvernd hefur verið að vinna að og ég mun ekki breyta um stefnu. Þó er alveg möguleiki að með tímanum verði einhverjar nýjar áherslur,“ segir Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar. Snorri tekur við af Guðmundi Herði Guðmundssyni sem formaður Landverndar. Snorri var kosinn formaður á aðalfundi samtakanna sem fram fór á laugardag. Guðmundur Hörður hefur leitt samtökin síðan 2011. „Það er á nægu að taka og munum við stjórnin hittast fljótlega og fara yfir málin,“ segir Snorri, sem er líffræðingur að mennt, og hefur meðal annars getið sér gott orð sem rithöfundur. Bók hans, Lífríki Íslands, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Auk formannskjörsins voru fimm ályktanir samþykktar á fundinum. Skoraði aðalfundurinn á stjórnvöld að hefja vinnu við friðun miðhálendisins með stofnun þjóðgarðs. Að auki var þingsályktunartillögu atvinnuveganefndar Alþingis harðlega mótmælt á fundinum, en hún snýr að færslu fimm virkjanahugmynda úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar án þess þó að fullnægjandi umfjöllun hafi átt sér stað. Einnig var krafist frekari rannsókna á áhrifum ferðamanna á náttúruperlur landsins auk þess sem krafa var gerð um aukna landvörslu og að gæði yrðu tryggð í uppbyggingu innviða á ferðamannstöðum. Skoraði aðalfundurinn jafnframt á stjórnvöld að tryggja vernd Jökulsárlóns og Breiðamerkursands og lögðu til að skoðað yrði hvort fótur væri fyrir að svæðið yrði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira