Listahátíð alls ekki allri lokið Magnús Guðmundsson skrifar 9. júní 2015 12:00 Eitt af verkum Kristínar Helgu á sýningunni Vorverk. Listahátíð í Reykjavík, fyrri hluta lauk síðastliðinn sunnudag – en samt ekki alveg. Þrátt fyrir að nú sé formlegri dagskrá lokið, ekki verði boðið upp á fleiri lifandi viðburði, opnanir eða frumsýningar þá er stór hluti hátíðarinnar enn aðgengilegur fyrir þá sem vilja njóta þess sem hátíðin hafði að bjóða í ár. Hátíðin í ár var vel heppnuð og hafði margt skemmtilegt að bjóða og er sjálfsagt að óska aðstandendum til hamingju með marga vel heppnaða dagskrárliði. Sérstaklega er þó gleðiefni hversu vel tókst til við íslenskar sviðslistir. Má þar nefna Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Endatafl Samuels Beckett í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur og Blæði Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Vonandi rata þessar sýningar aftur á fjalir leikhúsanna með haustinu. Þá voru á hátíðinni fjölmargir góðir tónlistarviðburðir en að ófárra mati var þó hámarkinu náð á frábærum djasstónleikum Jan Lundgren Trio í Hörpu undir lok hátíðarinnar. Meira svona takk. Myndlist hefur alltaf ákveðna sérstöðu á hátíðum sem þessum. Þar líður tíminn hægar og hátíðin lifir þannig langt fram yfir hátíðardagana sjálfa. Það er ánægjulegt vegna þess að í tengslum við Listahátíðina í Reykjavík standa nú yfir fjölmargar áhugaverðar myndlistarsýningar sem sjálfsagt er að hvetja fólk til þess að láta ekki fram hjá sér fara. Þar má nefna sýninguna Saga í Listasafni Íslands, Áfanga Richard Serra í Listasafni Reykjavíkur, Birting í Gerðarsafni, Vorverk í Nýlistasafninu og Frenjur og fórnarlömb í Listasafni ASÍ. En það er ekki aðeins á stóru söfnunum þar sem sýningarnar fá ýmist að lifa eitthvað inn í sumarið eða jafnvel fram á haustið því með aukinni þáttöku smærri aðila og sýningarstaða eykst fjölbreytnin jöfnum höndum. Í Gallery Gamma er til að mynda að finna sýningu á verkum hinnar mögnuðu Dorothy Iannone. Sýningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Önnur frábær listakona, Hulda Hákon, sýnir áfram Tveir hrafnar undir yfirskriftinni Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar. Og sýning Ásdísar Sifjar Gunnarssdóttur, Misty rain, í Hverfisgallerí er líka vel heimsóknarinnar virði í þessu kalda, blauta sumri sem stendur nú sem hæst í höfuðborginni. Þá má ekki gleyma Verksummerkjum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem virðist eiga sífellt vaxandi þátt í blómlegu menningarlífi borgarinnar. En Listahátíðin í Reykjavík lifir líka góðu lífi fyrir austan fjall þar sem Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýnir í Listasafni Árnesinga undir yfirskriftinni Geymar. Það er því ekki nokkur ástæða fyrir menningarlegri leti á komandi vikum og mánuðum, enda af nógu að taka þó svo að starfsfólk Listahátíðarinnar sé eflaust farið að huga að næsta vori. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík, fyrri hluta lauk síðastliðinn sunnudag – en samt ekki alveg. Þrátt fyrir að nú sé formlegri dagskrá lokið, ekki verði boðið upp á fleiri lifandi viðburði, opnanir eða frumsýningar þá er stór hluti hátíðarinnar enn aðgengilegur fyrir þá sem vilja njóta þess sem hátíðin hafði að bjóða í ár. Hátíðin í ár var vel heppnuð og hafði margt skemmtilegt að bjóða og er sjálfsagt að óska aðstandendum til hamingju með marga vel heppnaða dagskrárliði. Sérstaklega er þó gleðiefni hversu vel tókst til við íslenskar sviðslistir. Má þar nefna Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Endatafl Samuels Beckett í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur og Blæði Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Vonandi rata þessar sýningar aftur á fjalir leikhúsanna með haustinu. Þá voru á hátíðinni fjölmargir góðir tónlistarviðburðir en að ófárra mati var þó hámarkinu náð á frábærum djasstónleikum Jan Lundgren Trio í Hörpu undir lok hátíðarinnar. Meira svona takk. Myndlist hefur alltaf ákveðna sérstöðu á hátíðum sem þessum. Þar líður tíminn hægar og hátíðin lifir þannig langt fram yfir hátíðardagana sjálfa. Það er ánægjulegt vegna þess að í tengslum við Listahátíðina í Reykjavík standa nú yfir fjölmargar áhugaverðar myndlistarsýningar sem sjálfsagt er að hvetja fólk til þess að láta ekki fram hjá sér fara. Þar má nefna sýninguna Saga í Listasafni Íslands, Áfanga Richard Serra í Listasafni Reykjavíkur, Birting í Gerðarsafni, Vorverk í Nýlistasafninu og Frenjur og fórnarlömb í Listasafni ASÍ. En það er ekki aðeins á stóru söfnunum þar sem sýningarnar fá ýmist að lifa eitthvað inn í sumarið eða jafnvel fram á haustið því með aukinni þáttöku smærri aðila og sýningarstaða eykst fjölbreytnin jöfnum höndum. Í Gallery Gamma er til að mynda að finna sýningu á verkum hinnar mögnuðu Dorothy Iannone. Sýningu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Önnur frábær listakona, Hulda Hákon, sýnir áfram Tveir hrafnar undir yfirskriftinni Björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar. Og sýning Ásdísar Sifjar Gunnarssdóttur, Misty rain, í Hverfisgallerí er líka vel heimsóknarinnar virði í þessu kalda, blauta sumri sem stendur nú sem hæst í höfuðborginni. Þá má ekki gleyma Verksummerkjum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem virðist eiga sífellt vaxandi þátt í blómlegu menningarlífi borgarinnar. En Listahátíðin í Reykjavík lifir líka góðu lífi fyrir austan fjall þar sem Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýnir í Listasafni Árnesinga undir yfirskriftinni Geymar. Það er því ekki nokkur ástæða fyrir menningarlegri leti á komandi vikum og mánuðum, enda af nógu að taka þó svo að starfsfólk Listahátíðarinnar sé eflaust farið að huga að næsta vori.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira