Talar til spikfeitra vesturlandabúa Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 13:00 Guðmundur J Guðmundsson þýðandi segir að Rétturinn til letinnar eigi mikið erindi inn í samtímann. Visir/GVA Á vormánuðum kom í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu merkisritið Rétturinn til letinnar eftir Paul Lafargue. Guðmundur J. Guðmundsson þýddi þessa áhugaverðu bók sem kom fyrst fyrir sjónir franskra lesenda í endanlegri útgáfu höfundar í París árið 1883. Í upphafskafla verksins segir meðal annars: „Ef nokkur í okkar siðmenntuðu Evrópu hygðist finna einhverjar leifar af upprunalegri fegurð mannskepnunnar, verður sá hinn sami að leita hennar í þeim löndum þar sem hleypidómar hagfræðinnar hafa ekki enn upprætt hatrið á vinnunni.“ Guðmundur segir að Paul Lafargue hafi verið merkiskall með skrautlegan feril en hann hafi vissulega haft mikil áhrif á þróun vestrænna stjórnmála. „Hann var fæddur í Santiago de Cuba árið 1842 og var af mjög svo blönduðum uppruna. Til þess að gera langa sögu stutta þá var hann sendur til Frakklands til menntunar en lauk námi í læknisfræði frá Englandi eftir að hafa verið bannaður frá frönskum háskólum fyrir orðin: „Vísindin afneita ekki Guði, heldur það sem betra er, gera hann óþarfan.“ Á Englandi varð hann húsgangur á heimili Karls Marx og kvæntist dóttur hans eftir að hann lauk námi. Þau hjónin sviptu sig lífi árið 1911 þegar þau voru bæði um sjötugt. Að baki þeirri ákvörðun lágu hugsjónaástæður sem tengdust andúð þeirra á hefðbundnum trúarsetningum og trú þeirra á veraldlega lífsnautnastefnu.“ Þrátt fyrir það segist Guðmundur kalla Réttinn til letinnar sjálfshjálparbók. „Menn eiga að temja sér þá siði og það lífsviðhorf sem þarna kemur fram.“Latur aðdragandi Guðmundur segir að það hafi reyndar verið langur aðdragandi að þessari þýðingu. „Ég rakst fyrst á þessa bók þegar ég var í háskóla og féll þá strax fyrir titlinum. Mér datt í hug og hafði á orði að það væri nú gaman að snara þessu á íslensku án þess að láta af því verða. Félagar mínir gerðu auðvitað óspart grín að mér fyrir vikið og sögðu að ég væri maðurinn sem nennti ekki að þýða Réttinn til letinnar. Nú ætti ég loksins að vera laus undan þeim glósum,“ segir Guðmundur og hlær við tilhugsunina.Á erindi inn í samtímann Það er um margt athyglisvert að Rétturinn til letinnar komi til íslenskra lesenda í dag eftir öll þessi ár. En Guðmundur segir að það sé nú alls ekki að ástæðulausu að hann hafi tekið til við þýðinguna í íslenskum samtíma. „Þessi bók talar afskaplega sterkt inn í samtímann. Í raun sterkar núna en hún gerði lengi vel. Hér áður hafði hún svona meira þessa stöðu sem klassískar bókmenntir en í dag talar hún sterklega til lesanda á þremur plönum. Í fyrsta lagi er hún vissulega klassík, enda afskaplega vel úthugsuð og skemmtilega skrifuð bók. Í öðru lagi þá talar hún til allra þeirra samfélaga sem búa við vinnuþrælkun. Samfélögin í Kína, á Indlandi og í Bangladesh o.s.frv. Og það er málefni sem á að sjálfsögðu erindi til okkar allra. Í þriðja lagi talar hún svo vissulega til okkar, hinna spikfeitu vesturlandabúa, sem búum við stöðugt meira misrétti. Við þurfum að lesa þessa bók og spyrja okkur að því hvort við getum virkilega ekki slakað meira á og einfaldlega skipt kökunni jafnar.“Engir hugsuðir Guðmundur segist sjálfur vera og hafa alltaf verið pólitískur. „Ég er þó ekki flokksbundinn en fylgist alltaf vel með stjórnmálum. Ég hef þó tekið þátt í starfi stéttarfélaga í gegnum árin en látið þar staðar numið og ekki farið í flokkapólitíkina.“ Það er athyglisvert að á þeim tíma sem bókin var að koma út voru stjórnmálaleiðtogar oft miklir hugsuðir. En Guðmundur segir að því miður virðist ekki fara mikið fyrir því í dag. „Ef það eru miklir hugsuðir stjórnmálunum í dag þá fara þeir leynt. Það virðist vanta með öllu og þetta er reyndar eitthvað sem allir flokkar þurfa að huga að nánar. Pólitíkin í dag er orðin svo þraskennd og endalaust stagl um stök mál – smærri mál. En á tímum Lafargue tókust menn á um stóru málin. Alla samfélagsskipan, framtíð og möguleika. Í samtímanum virðist öll pólitík hafa gengist inn á það að peningar séu upphaf og endir alls. Því miður. ég hélt satt best að segja að hrunið hefði haft meiri áhrif en raun varð á. En svo virðist sem það hafi aðeins verið rétt svona fyrst eftir að þetta fór allt til fjandans sem fólk var tilbúið til þess að hugsa hlutina upp á nýtt en svo virðist allt hafa farið aftur í sama farveginn. Nú sjáum við sömu græðgina allsráðandi í samfélaginu og ekkert hefur breyst.“ Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Á vormánuðum kom í fyrsta sinn út í íslenskri þýðingu merkisritið Rétturinn til letinnar eftir Paul Lafargue. Guðmundur J. Guðmundsson þýddi þessa áhugaverðu bók sem kom fyrst fyrir sjónir franskra lesenda í endanlegri útgáfu höfundar í París árið 1883. Í upphafskafla verksins segir meðal annars: „Ef nokkur í okkar siðmenntuðu Evrópu hygðist finna einhverjar leifar af upprunalegri fegurð mannskepnunnar, verður sá hinn sami að leita hennar í þeim löndum þar sem hleypidómar hagfræðinnar hafa ekki enn upprætt hatrið á vinnunni.“ Guðmundur segir að Paul Lafargue hafi verið merkiskall með skrautlegan feril en hann hafi vissulega haft mikil áhrif á þróun vestrænna stjórnmála. „Hann var fæddur í Santiago de Cuba árið 1842 og var af mjög svo blönduðum uppruna. Til þess að gera langa sögu stutta þá var hann sendur til Frakklands til menntunar en lauk námi í læknisfræði frá Englandi eftir að hafa verið bannaður frá frönskum háskólum fyrir orðin: „Vísindin afneita ekki Guði, heldur það sem betra er, gera hann óþarfan.“ Á Englandi varð hann húsgangur á heimili Karls Marx og kvæntist dóttur hans eftir að hann lauk námi. Þau hjónin sviptu sig lífi árið 1911 þegar þau voru bæði um sjötugt. Að baki þeirri ákvörðun lágu hugsjónaástæður sem tengdust andúð þeirra á hefðbundnum trúarsetningum og trú þeirra á veraldlega lífsnautnastefnu.“ Þrátt fyrir það segist Guðmundur kalla Réttinn til letinnar sjálfshjálparbók. „Menn eiga að temja sér þá siði og það lífsviðhorf sem þarna kemur fram.“Latur aðdragandi Guðmundur segir að það hafi reyndar verið langur aðdragandi að þessari þýðingu. „Ég rakst fyrst á þessa bók þegar ég var í háskóla og féll þá strax fyrir titlinum. Mér datt í hug og hafði á orði að það væri nú gaman að snara þessu á íslensku án þess að láta af því verða. Félagar mínir gerðu auðvitað óspart grín að mér fyrir vikið og sögðu að ég væri maðurinn sem nennti ekki að þýða Réttinn til letinnar. Nú ætti ég loksins að vera laus undan þeim glósum,“ segir Guðmundur og hlær við tilhugsunina.Á erindi inn í samtímann Það er um margt athyglisvert að Rétturinn til letinnar komi til íslenskra lesenda í dag eftir öll þessi ár. En Guðmundur segir að það sé nú alls ekki að ástæðulausu að hann hafi tekið til við þýðinguna í íslenskum samtíma. „Þessi bók talar afskaplega sterkt inn í samtímann. Í raun sterkar núna en hún gerði lengi vel. Hér áður hafði hún svona meira þessa stöðu sem klassískar bókmenntir en í dag talar hún sterklega til lesanda á þremur plönum. Í fyrsta lagi er hún vissulega klassík, enda afskaplega vel úthugsuð og skemmtilega skrifuð bók. Í öðru lagi þá talar hún til allra þeirra samfélaga sem búa við vinnuþrælkun. Samfélögin í Kína, á Indlandi og í Bangladesh o.s.frv. Og það er málefni sem á að sjálfsögðu erindi til okkar allra. Í þriðja lagi talar hún svo vissulega til okkar, hinna spikfeitu vesturlandabúa, sem búum við stöðugt meira misrétti. Við þurfum að lesa þessa bók og spyrja okkur að því hvort við getum virkilega ekki slakað meira á og einfaldlega skipt kökunni jafnar.“Engir hugsuðir Guðmundur segist sjálfur vera og hafa alltaf verið pólitískur. „Ég er þó ekki flokksbundinn en fylgist alltaf vel með stjórnmálum. Ég hef þó tekið þátt í starfi stéttarfélaga í gegnum árin en látið þar staðar numið og ekki farið í flokkapólitíkina.“ Það er athyglisvert að á þeim tíma sem bókin var að koma út voru stjórnmálaleiðtogar oft miklir hugsuðir. En Guðmundur segir að því miður virðist ekki fara mikið fyrir því í dag. „Ef það eru miklir hugsuðir stjórnmálunum í dag þá fara þeir leynt. Það virðist vanta með öllu og þetta er reyndar eitthvað sem allir flokkar þurfa að huga að nánar. Pólitíkin í dag er orðin svo þraskennd og endalaust stagl um stök mál – smærri mál. En á tímum Lafargue tókust menn á um stóru málin. Alla samfélagsskipan, framtíð og möguleika. Í samtímanum virðist öll pólitík hafa gengist inn á það að peningar séu upphaf og endir alls. Því miður. ég hélt satt best að segja að hrunið hefði haft meiri áhrif en raun varð á. En svo virðist sem það hafi aðeins verið rétt svona fyrst eftir að þetta fór allt til fjandans sem fólk var tilbúið til þess að hugsa hlutina upp á nýtt en svo virðist allt hafa farið aftur í sama farveginn. Nú sjáum við sömu græðgina allsráðandi í samfélaginu og ekkert hefur breyst.“
Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira