Ekki að elta gamalmenni heldur nýja lesendur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2015 10:30 Kristinn og Gunnar afhentu sænska kónginum sett af Íslendingasögunum og komu fram hjá Samfundet Sverige Island í Stokkhólmi. Mynd/Simon Carlbäck „Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“ Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Það var ágætt að fá peninga en aðalatriðið er að Íslendingasögunum skyldi veitt athygli og vinnunni við þýðingar þeirra, mér fannst það gott.“ Þetta segir Kristinn Jóhannesson íslenskufræðingur sem ásamt ljóðskáldinu Gunnari D. Hanssyni hlaut nýlega viðurkenningu sænsku akademíunnar fyrir ritstjórn á heildarútgáfu Íslendingasagnanna í nýrri sænskri þýðingu sem Saga forlag gaf út á síðasta ári. Báðir búa þeir Kristinn og Gunnar í Gautaborg og hafa starfað við háskólann þar. Upphæðin sem hvor fékk nam 100 þúsund sænskum krónum eða ríflega einni og hálfri milljón íslenskra króna. „Þriðji ritstjórinn, Karl G. Johanson sem situr í Ósló, var ekki hafður með, ekki veit ég hvers vegna, akademían hefur kannski ekki átt pening – en reyndar unnum við Gunnar bróðurhlutann af þessu verki. Meðal annars lásum við allt efnið upphátt hvor fyrir annan. Það var þarft.“ Kristinn er staddur í sumarbústað sínum utan við Gautaborg þegar hann svarar símanum. „Bústaðurinn er í skógi skammt frá Lödöse þar sem víkingarnir gengu á land og hér í túnfætinum er lind Ólafs helga. Ég er vel staðsettur,“ segir hann kampakátur. „Ekki spillir að asskoti gott veður hefur verið að undanförnu.“ Hann er Svarfdælingur að uppruna. Kveðst hafa farið beint frá prófborði í Háskóla Íslands til Finnlands fyrir meira en 40 árum, verið þar í eitt ár og svo fært sig yfir til Gautaborgar. Hann hefur kennt íslensku við háskólana í Helsinki, Lundi og Gautaborg en er nú kominn á eftirlaun. Meðan hann var við kennslu kveðst hann yfirleitt hafa komið til Íslands tvisvar á ári til að halda málinu við, hlusta á alls konar útvarpsþætti og lesa hin ýmsu blöð. En eru Íslendingasögurnar lesnar í Svíþjóð? „Nýja útgáfan hefur vakið athygli og bækurnar eru gefnar í stórafmælisgjafir og fermingargjafir. Þegar ég held fyrirlestra um sögurnar kemur til mín fólk sem hefur lesið þessar algengustu eins og Gunnlaugs sögu og Grettis sögu en í nýju útgáfunni eru margar skemmtilegar sögur sem hafa ekki náð til fólks. Svo er að verða kynslóðabil líkt og heima. Áður var alltaf lesin ein saga í menntaskólunum, nú eru bara lesnir smá kaflar. Markmið okkar Gunnars var að gera sögurnar aðgengilegar fyrir menntaskólanema og annan ungdóm, ég held að okkur hafi tekist það. Þær eru ekki á neinu slangurmáli heldur vönduðu nútímamáli. Við erum ekkert að reyna að elta gamalmennin heldur nýja lesendur og tökum fram að fornsögurnar séu reyfarar og eigi að lesast með það í huga. Svo getur lesturinn verið undirbúningur undir gerð sería, bíómynda og tölvuleikja úr efninu.“
Menning Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira