Menning

Frönsk tónlist, rituð og útgefin af konum á 18. öld

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Hópnum finnst mikilvægt að varpa ljósi á hlut kvenna í tónlistarsögunni," segir Halla Steinunn.
"Hópnum finnst mikilvægt að varpa ljósi á hlut kvenna í tónlistarsögunni," segir Halla Steinunn. Fréttablaðið/Anton
„Okkur finnst mikilvægt að varpa ljósi á hlut kvenna í tónlistarsögunni,“ segir Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari þegar forvitnast er um hvaða efni kammerhópurinn Nordic Affect muni flytja á Sumartónleikum í Skálholti annað kvöld, fimmtudag.

„Þótt verkin sem við leikum séu í flestum tilfellum eftir karlmenn þá eru þau rituð af miklum hagleik af konum í byrjun 18. aldar og frönsk handrit eru bara með því fegursta frá því tímabili.“

Halla Steinunn kveðst hafa fundið tónlistina á þjóðarbókasafni Frakklands síðasta vetur og hafa þurft í klukkutíma viðtal á frönsku til að komast þangað inn.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og verða endurteknir á laugardaginn klukkan fimm. En klukkan þrjú þann dag verður hópurinn með aðra tónleika á sama stað. Þá verða flutt verk sem einn stærsti nótnaútgefandi í Frakklandi um miðbik 18. aldar, Madame Boivin, sendi frá sér, allt frá frönskum óperuaríum til hljóðfæraverka.

Sérstakur gestur með Nordic Affect á þeim tónleikum er Eyjólfur Eyjólfsson tenór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.