Flöskuskeyti send milli Eyja og lands Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 13:30 "Ég náði í skemmtilegar konur sem sögðu mér frá kreppunni, stríðsárunum, hermönnunum, skátunum og öllu mögulegu,“ segir Gunnhildur. Vísir/Andri Marinó „Ég er fædd í Eyjum og bjó þar fram að gosi. Heimilið mitt fór undir hraun og í mér var söknuður og sorg yfir örlögum austurbæjarins. Þar sem ég hef einnig mikinn áhuga á sagnfræði lagðist ég í lestur um líf fólks í Eyjum. Þá komst ég að því að kvenna er þar sjaldan getið nema þær hafi gert mönnum sínum þann óleik að deyja frá börnum eða væru mæður mikilmenna. Mér hljóp kapp í kinn og ég fór að taka saman efnið sem nú er komið út á bók.“ Þannig lýsir Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur aðdraganda að útgáfu bókarinnar Þær þráðinn spunnu þar sem hún einbeitir sér að konunum í Vestmannaeyjum. Upphafsár bókarinnar er 1835 og hún endar á níunda áratug síðustu aldar. „Ég fjalla ekki bara um skörunga heldur líka þær sem unnu verk sín í hljóði en lögðu samt mikið af mörkum, þannig að útkoman er þverskurður,“ segir Gunnhildur.Starfsstúlkur í Netagerð Vestmannaeyja, fóru í ferðalag til Skotlands árið 1952. Efri röði: Dóra Steindórsdóttir, Erla Hermansen, Ásta Theodórsdóttir, Steina Scheving, Ingólfur Guðbrandsson, fararstjóri, Jónína Einarsdóttir, Svala Sölvadóttir, Ósk Guðjónsdóttir, óþekkt (var ekki starfsstúlka í netagerðinni). Neðri röði: Þyrí Ágústsdóttir, óþekkt, óþekkt, Ingibjörg Þórðardóttir, Soffía Björnsdóttir.Spurð út í sérstöðu kvenna í Eyjum, samanborið við konur annars staðar nefnir Gunnhildur vatnsskortinn sem setti sterkan svip á daglegt líf. „Það kom ekki vatnsveita í Eyjum fyrr en 1968 og ég á enn erfitt með að láta vatn renna að óþörfu. Konurnar í Eyjum lifðu í stöðugum ótta við að missa feður sína og eiginmenn í sjóinn. Svo var þessi einangrun, það liðu mánuðir svo ekki var fært milli lands og Eyja. Ég er með mynd af síðasta flöskupóstinum sem vitað er um, hann er frá konu sem var að senda pabba sínum bréf frá Eyjum upp á land árið 1920.“ Hún hefur þá treyst á að aldan skolaði flöskunni á land á réttum stað. „Já, margt fólk sótti til Eyja á vertíð undan Eyjafjöllunum, og ílentist þar. Í ákveðinni suðvestanátt var viss möguleiki á að góss frá Eyjum ræki upp á Skúmsfjöru og það var skylda þess sem fann flöskuskeyti að koma því í réttar hendur því það gat flutt mikilvæg skilaboð. Stundum fylgdi kannski smá tóbaksögn með í flöskunni. Ég geri ráð fyrir að skeytið sem ég er með sýnishorn af sé sent meira til gamans en alvöru því síminn kom milli lands og Eyja árið 1911.“Konur úr forustuliði verkakvenna Aftari röð: Ólafía Óladóttir, Helga Rafnsdóttir og Marta Þorleifsdóttir. Sitjandi Margrét Sigurþórsdóttir og Dagmey Einarsdóttir.Gunnhildur kveðst birta nokkur viðtöl í bókinni. „Ég náði í skemmtilegar konur sem sögðu mér frá kreppunni, stríðsárunum, hermönnunum, skátunum og öllu mögulegu. Ein fór skiptinemi til Grænlands, önnur var kokkur á síldarbát og fyrsta konan sem útskrifaðist rafvirki segir frá því hvernig það gerðist. Það rann líka upp fyrir mér hvað Eyjakonur bjuggu við mikla angist eftir gosið. Meðan karlmennirnir voru að hamast við að bjarga öllu úti í Eyjum voru þær hér og þar með börnin og höfðu ekki hugmynd um hvernig allt mundi enda.“ Þær þráðinn spunnu er gefin út af FRUM, það fyrirtæki er í eigu Gunnhildar og eiginmanns hennar, Finns Eiríkssonar, og vinnur minni prentverk og auglýsingar. Margar myndir prýða bókina og Gunnhildur lofar mjög söfnin í Eyjum og starfsfólkið þar. „Starfsfólk safnanna leitaði og gramsaði og fann allt mögulegt sem mér kom að gagni. Það var ómetanlegt.“ Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Ég er fædd í Eyjum og bjó þar fram að gosi. Heimilið mitt fór undir hraun og í mér var söknuður og sorg yfir örlögum austurbæjarins. Þar sem ég hef einnig mikinn áhuga á sagnfræði lagðist ég í lestur um líf fólks í Eyjum. Þá komst ég að því að kvenna er þar sjaldan getið nema þær hafi gert mönnum sínum þann óleik að deyja frá börnum eða væru mæður mikilmenna. Mér hljóp kapp í kinn og ég fór að taka saman efnið sem nú er komið út á bók.“ Þannig lýsir Gunnhildur Hrólfsdóttir sagnfræðingur aðdraganda að útgáfu bókarinnar Þær þráðinn spunnu þar sem hún einbeitir sér að konunum í Vestmannaeyjum. Upphafsár bókarinnar er 1835 og hún endar á níunda áratug síðustu aldar. „Ég fjalla ekki bara um skörunga heldur líka þær sem unnu verk sín í hljóði en lögðu samt mikið af mörkum, þannig að útkoman er þverskurður,“ segir Gunnhildur.Starfsstúlkur í Netagerð Vestmannaeyja, fóru í ferðalag til Skotlands árið 1952. Efri röði: Dóra Steindórsdóttir, Erla Hermansen, Ásta Theodórsdóttir, Steina Scheving, Ingólfur Guðbrandsson, fararstjóri, Jónína Einarsdóttir, Svala Sölvadóttir, Ósk Guðjónsdóttir, óþekkt (var ekki starfsstúlka í netagerðinni). Neðri röði: Þyrí Ágústsdóttir, óþekkt, óþekkt, Ingibjörg Þórðardóttir, Soffía Björnsdóttir.Spurð út í sérstöðu kvenna í Eyjum, samanborið við konur annars staðar nefnir Gunnhildur vatnsskortinn sem setti sterkan svip á daglegt líf. „Það kom ekki vatnsveita í Eyjum fyrr en 1968 og ég á enn erfitt með að láta vatn renna að óþörfu. Konurnar í Eyjum lifðu í stöðugum ótta við að missa feður sína og eiginmenn í sjóinn. Svo var þessi einangrun, það liðu mánuðir svo ekki var fært milli lands og Eyja. Ég er með mynd af síðasta flöskupóstinum sem vitað er um, hann er frá konu sem var að senda pabba sínum bréf frá Eyjum upp á land árið 1920.“ Hún hefur þá treyst á að aldan skolaði flöskunni á land á réttum stað. „Já, margt fólk sótti til Eyja á vertíð undan Eyjafjöllunum, og ílentist þar. Í ákveðinni suðvestanátt var viss möguleiki á að góss frá Eyjum ræki upp á Skúmsfjöru og það var skylda þess sem fann flöskuskeyti að koma því í réttar hendur því það gat flutt mikilvæg skilaboð. Stundum fylgdi kannski smá tóbaksögn með í flöskunni. Ég geri ráð fyrir að skeytið sem ég er með sýnishorn af sé sent meira til gamans en alvöru því síminn kom milli lands og Eyja árið 1911.“Konur úr forustuliði verkakvenna Aftari röð: Ólafía Óladóttir, Helga Rafnsdóttir og Marta Þorleifsdóttir. Sitjandi Margrét Sigurþórsdóttir og Dagmey Einarsdóttir.Gunnhildur kveðst birta nokkur viðtöl í bókinni. „Ég náði í skemmtilegar konur sem sögðu mér frá kreppunni, stríðsárunum, hermönnunum, skátunum og öllu mögulegu. Ein fór skiptinemi til Grænlands, önnur var kokkur á síldarbát og fyrsta konan sem útskrifaðist rafvirki segir frá því hvernig það gerðist. Það rann líka upp fyrir mér hvað Eyjakonur bjuggu við mikla angist eftir gosið. Meðan karlmennirnir voru að hamast við að bjarga öllu úti í Eyjum voru þær hér og þar með börnin og höfðu ekki hugmynd um hvernig allt mundi enda.“ Þær þráðinn spunnu er gefin út af FRUM, það fyrirtæki er í eigu Gunnhildar og eiginmanns hennar, Finns Eiríkssonar, og vinnur minni prentverk og auglýsingar. Margar myndir prýða bókina og Gunnhildur lofar mjög söfnin í Eyjum og starfsfólkið þar. „Starfsfólk safnanna leitaði og gramsaði og fann allt mögulegt sem mér kom að gagni. Það var ómetanlegt.“
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira