Trúðar og samskipti Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:30 Kátir trúðar á námskeiði. Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið [email protected]. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið [email protected].
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira