Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 06:00 Alexander Petersson skorar hér eitt af sex mörkum sínum á móti Hvít-Rússum í gær en Alexander var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur. Vísir/Valli Strákarnir okkar hafa lengi sagt að þeir séu með þannig lið að það geti unnið alla og tapað fyrir öllum. Það sannaðist enn og aftur í gær er liðið tapaði 39-38 fyrir Hvít-Rússum. Þetta eru algjörlega galnar tölur. Að skora 38 mörk í handboltaleik á að duga til sigurs í hverjum einasta leik og það er ótrúlegt að liðið hafi ekki unnið í gær. Leikur liðsins var eins og svart og hvítt. Geggjaður sóknarleikur en glæpsamlega lélegur varnarleikur. Að segja að drengirnir hafa verið á hælunum kemst ekki hálfa leið í að lýsa því hversu lélegur varnarleikurinn var. Vörnin var eins og gamla góða gatasigtið og Hvít-Rússar fengu nánast alltaf góð færi. Strákarnir komust ekki í andstæðinginn og ef þeir gerðu það réðu þeir ekki við leikmanninn. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir jafn lélegir í vörninni. Allir í sama eltingarleiknum. Hvít-Rússarnir klipptu ítrekað og strákarnir misstu af þeim. Hornaspilið galopið sem og sendingar á línumann. Þessi varnarleikur var einn harmleikur. Allan leikinn beið maður eftir þessari einu vörn, þessari einu markvörslu sem þurfti til að kveikja neistann en hún kom ekki. Þessi varnarleikur er eitt rosalegasta gjaldþrot sem ég hef séð lengi. Siarhei Rutenka og Barys Pukhouski eru góðir en þeir litu út eins og tveir bestu handboltamenn heims í þessum leik. 19 mörk samtals hjá þeim. Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en strákarnir voru viðbúnir því og liðið átti frábær svör. Sóknarleikur liðsins var geggjaður. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Að skrifa það og að liðið hafi tapað gengur eiginlega ekki upp. Svo sturlaður var þessi leikur. Það var eins marks munur á liðunum í hálfleik, 18-17. Mér fannst lélegt að Hvít-Rússarnir skyldu skora 17 mörk í fyrri hálfleik en mörkin í þeim seinni urðu 22. Já, 22. Þetta er ekki innsláttarvilla. Annan leikinn í röð vantaði drápseðlið í liðið. Það byrjaði seinni hálfleik af krafti og náði fjögurra marka forskoti, 24-20. Þá héldu flestir að þetta væri komið. Svo var nú aldeilis ekki. Þessu forskoti kastaði liðið frá sér á tæpum fjórum mínútum. 24-24. Ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn á þessum skelfilega kafla. Liðin héldust í hendur nánast út leikinn en Hvít-Rússarnir sigu fram úr í lokin. Alexander var frábær í sókninni og tók af skarið er á þurfti að halda. Er Aron losnaði úr gíslingunni skoraði hann eða bjó til mark. Magnaður. Arnór Atlason var ótrúlega klókur og spilaði gríðarlega vel í sókninni. Nafni hans Gunnarsson nýtti skotin sín vel. Róbert geggjaður á línunni og Snorri skilaði einnig frábærri vinnu er hann spilaði. Svona mætti áfram telja. Sóknarleikurinn var frábær. Það er eitthvað rosalega skrítið við að skrifa svona hrós til manna eftir tapleik. Þetta var einfaldlega fáránlegur handboltaleikur. Nú er bara að spenna beltin og gera sig kláran í Krýsuvíkurleiðina með landsliðinu. Enn einn ganginn. Liðið hefur oftar en ekki náð að klára þá ferð. Vonandi gera strákarnir það líka núna. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10 Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Strákarnir okkar hafa lengi sagt að þeir séu með þannig lið að það geti unnið alla og tapað fyrir öllum. Það sannaðist enn og aftur í gær er liðið tapaði 39-38 fyrir Hvít-Rússum. Þetta eru algjörlega galnar tölur. Að skora 38 mörk í handboltaleik á að duga til sigurs í hverjum einasta leik og það er ótrúlegt að liðið hafi ekki unnið í gær. Leikur liðsins var eins og svart og hvítt. Geggjaður sóknarleikur en glæpsamlega lélegur varnarleikur. Að segja að drengirnir hafa verið á hælunum kemst ekki hálfa leið í að lýsa því hversu lélegur varnarleikurinn var. Vörnin var eins og gamla góða gatasigtið og Hvít-Rússar fengu nánast alltaf góð færi. Strákarnir komust ekki í andstæðinginn og ef þeir gerðu það réðu þeir ekki við leikmanninn. Það skipti engu máli hver var inn á. Það voru allir jafn lélegir í vörninni. Allir í sama eltingarleiknum. Hvít-Rússarnir klipptu ítrekað og strákarnir misstu af þeim. Hornaspilið galopið sem og sendingar á línumann. Þessi varnarleikur var einn harmleikur. Allan leikinn beið maður eftir þessari einu vörn, þessari einu markvörslu sem þurfti til að kveikja neistann en hún kom ekki. Þessi varnarleikur er eitt rosalegasta gjaldþrot sem ég hef séð lengi. Siarhei Rutenka og Barys Pukhouski eru góðir en þeir litu út eins og tveir bestu handboltamenn heims í þessum leik. 19 mörk samtals hjá þeim. Aron Pálmarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en strákarnir voru viðbúnir því og liðið átti frábær svör. Sóknarleikur liðsins var geggjaður. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Að skrifa það og að liðið hafi tapað gengur eiginlega ekki upp. Svo sturlaður var þessi leikur. Það var eins marks munur á liðunum í hálfleik, 18-17. Mér fannst lélegt að Hvít-Rússarnir skyldu skora 17 mörk í fyrri hálfleik en mörkin í þeim seinni urðu 22. Já, 22. Þetta er ekki innsláttarvilla. Annan leikinn í röð vantaði drápseðlið í liðið. Það byrjaði seinni hálfleik af krafti og náði fjögurra marka forskoti, 24-20. Þá héldu flestir að þetta væri komið. Svo var nú aldeilis ekki. Þessu forskoti kastaði liðið frá sér á tæpum fjórum mínútum. 24-24. Ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn á þessum skelfilega kafla. Liðin héldust í hendur nánast út leikinn en Hvít-Rússarnir sigu fram úr í lokin. Alexander var frábær í sókninni og tók af skarið er á þurfti að halda. Er Aron losnaði úr gíslingunni skoraði hann eða bjó til mark. Magnaður. Arnór Atlason var ótrúlega klókur og spilaði gríðarlega vel í sókninni. Nafni hans Gunnarsson nýtti skotin sín vel. Róbert geggjaður á línunni og Snorri skilaði einnig frábærri vinnu er hann spilaði. Svona mætti áfram telja. Sóknarleikurinn var frábær. Það er eitthvað rosalega skrítið við að skrifa svona hrós til manna eftir tapleik. Þetta var einfaldlega fáránlegur handboltaleikur. Nú er bara að spenna beltin og gera sig kláran í Krýsuvíkurleiðina með landsliðinu. Enn einn ganginn. Liðið hefur oftar en ekki náð að klára þá ferð. Vonandi gera strákarnir það líka núna.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10 Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Vignir: Við erum í tómu rugli í vörninni "Þú ættir eiginlega frekar að spyrja mig að því hvað klikkaði ekki,“ segir Vignir Svavarsson niðurlútur við spurningunni klassísku - hvað klikkaði? 17. janúar 2016 17:17
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Arnór Þór: "Yfirspiluðu okkur“ "Mér líður ömurlega og það var leiðinlegt að klúðra síðasta skotinu hjá mér,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. 17. janúar 2016 17:25
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45
Aron: Ömurlegt að fá á okkur næstum því 40 mörk á móti þessu liði Aron Pálmarsson var tekin úr umferð stærsta hluta leiksins á móti Hvíta-Rússlandi í dag en sýndi styrk sinn þegar hann slapp úr gæslunni og endaði með 4 mörk og 6 stoðsendingar. Það dugði hinsvegar ekki til að íslenska liðið varð að sætta sig við svekkjandi tap. 17. janúar 2016 17:10
Björgvin: „Ég mun ekki eiga annan svona slæman leik“ „Mér líður bara skelfilega,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, eftir tapið gegn Hvít-Rússum á Evrópumótinu í handknattleik í dag en leikurinn fór 39-38. Björgvin varði 11 skot í leiknum. 17. janúar 2016 17:12