Enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 10:30 Það eru bæði ástir og átök í samskiptum persónanna þriggja sem Sveinn Ólafur, Hannes Óli og Sólveig leika í Illsku. Vísir/Pjetur Þetta er hálfgerð kabarettútfærsla af Illsku. Rauði þráðurinn er saga þriggja persóna og samband þeirra, en á kantinum er hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna þriggja í Illsku sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Hinir eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Saman hafa þau unnið tveggja tíma leiksýningu úr hinni yfirgripsmiklu bók Eiríks Arnar Norðdahl sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2012. „Leikgerðin er okkar stærsta verkefni við sýninguna,“ segir Hannes Óli. „Þar varð margt að fjúka og meðal annars kaflarnir frá Eystrasaltslöndunum að mestu – vissulega er vísað í þá – en mjög lítillega. Við höldum okkur við Reykjavík Íslands í dag.“ Hann segir þau þremenningana hafa leitað ráða hjá höfundi bókarinnar, Eiríki Erni, sem er vestur á Ísafirði og mætir á frumsýninguna á fimmtudaginn. Bókin Illska fjallar um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór. Hún hefst á því að þau Agnes og Ómar kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu þess árs. Sýningin er marglaga, að sögn Hannesar Óla. „Þar eru samtöl milli persónanna en líka beinar ræður til áhorfenda bæði frá persónum og okkur sjálfum. Svo er sungið og dansað líka. Við höfum dálítið einblínt á þjóðfélagsádeiluna. Árið 2012 fannst manni svo heillandi hvað bókin talaði til fólks eins og heimurinn var þá en við höfum alveg þurft að uppfæra fullt af hlutum til að leikverkið sé fullkomlega í takt við tímann nú. Það hefur gerst svo margt á fjórum árum í pólitísku landslagi heimsins, til dæmis ris popúlisma og hreyfinga sem ala á ótta og útlendingahatri.“ Hannes Óli er orðinn býsna þekktur í gervi forsætisráðherrans okkar. Óttast hann ekki að leikhúsgestir sjái bara Sigmund Davíð á sviðinu. „Nei, ég held að lítil hætta sé á því. Það er enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku, en ef fólki finnst það, er það bara extra bónus.“ Hannes Óli er ekki bara að leika í Illsku heldur líka í kvikmynd sem heitir Grimmd og nú er verið að ljúka tökum á í leikstjórn Antons Sigurðssonar. „Grimmd er æsispennandi löggudrama sem snertir á óþægilegum málum. Þar er fullt af flottum leikurum, þar má nefna Margréti Vilhjálms, Helga Björns og Svein Ólaf, félaga minn úr Illsku,“ lýsir Hannes Óli og vonar að titill næsta verkefnis beri með sér aðeins meiri gleði en þessir tveir. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þetta er hálfgerð kabarettútfærsla af Illsku. Rauði þráðurinn er saga þriggja persóna og samband þeirra, en á kantinum er hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna þriggja í Illsku sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn. Hinir eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Saman hafa þau unnið tveggja tíma leiksýningu úr hinni yfirgripsmiklu bók Eiríks Arnar Norðdahl sem sló í gegn þegar hún kom út árið 2012. „Leikgerðin er okkar stærsta verkefni við sýninguna,“ segir Hannes Óli. „Þar varð margt að fjúka og meðal annars kaflarnir frá Eystrasaltslöndunum að mestu – vissulega er vísað í þá – en mjög lítillega. Við höldum okkur við Reykjavík Íslands í dag.“ Hann segir þau þremenningana hafa leitað ráða hjá höfundi bókarinnar, Eiríki Erni, sem er vestur á Ísafirði og mætir á frumsýninguna á fimmtudaginn. Bókin Illska fjallar um Agnesi sem elskar Ómar sem elskar Agnesi sem elskar Arnór. Hún hefst á því að þau Agnes og Ómar kynnast snemma á nístingsköldum sunnudagsmorgni í leigubílaröðinni í Lækjargötu. Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu þess árs. Sýningin er marglaga, að sögn Hannesar Óla. „Þar eru samtöl milli persónanna en líka beinar ræður til áhorfenda bæði frá persónum og okkur sjálfum. Svo er sungið og dansað líka. Við höfum dálítið einblínt á þjóðfélagsádeiluna. Árið 2012 fannst manni svo heillandi hvað bókin talaði til fólks eins og heimurinn var þá en við höfum alveg þurft að uppfæra fullt af hlutum til að leikverkið sé fullkomlega í takt við tímann nú. Það hefur gerst svo margt á fjórum árum í pólitísku landslagi heimsins, til dæmis ris popúlisma og hreyfinga sem ala á ótta og útlendingahatri.“ Hannes Óli er orðinn býsna þekktur í gervi forsætisráðherrans okkar. Óttast hann ekki að leikhúsgestir sjái bara Sigmund Davíð á sviðinu. „Nei, ég held að lítil hætta sé á því. Það er enginn Sigmundar Davíðsbragur á Ómari í Illsku, en ef fólki finnst það, er það bara extra bónus.“ Hannes Óli er ekki bara að leika í Illsku heldur líka í kvikmynd sem heitir Grimmd og nú er verið að ljúka tökum á í leikstjórn Antons Sigurðssonar. „Grimmd er æsispennandi löggudrama sem snertir á óþægilegum málum. Þar er fullt af flottum leikurum, þar má nefna Margréti Vilhjálms, Helga Björns og Svein Ólaf, félaga minn úr Illsku,“ lýsir Hannes Óli og vonar að titill næsta verkefnis beri með sér aðeins meiri gleði en þessir tveir.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira