Leiklistin skrifuð í stjörnurnar Elín Albertsdóttir skrifar 2. mars 2016 11:00 Atli Óskar Fjalarsson fékk samning við eina stærstu umboðsskrifstofu í Hollywood sem nefnist Paradigm eftir að hann var valinn rísandi stjarna á kvikmyndahátíðinni í Berlín. MYND/VILHELM Atli Óskar Fjalarsson er ungur og efnilegur leiklistarnemi sem stundar nám við New York Film Academy í Los Angeles. Atli hefur þegar leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum og í síðasta mánuði var hann var hann útnefndur rísandi stjarna eða Shooting Star á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Atli Óskar var tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki til Eddunnar á sunnudaginn fyrir leik sinn í Þröstum. Það verður að teljast góður árangur þótt ekki hafi hann unnið verðlaunin að þessu sinni. Atli segir að sig hafi langað til að læra leiklist í Bandaríkjunum. „Ég sótti um skóla í New York og Los Angeles. Ég komst inn í skólann hér í LA og er búinn að vera hér í eitt og hálft ár,“ segir Atli Óskar sem ætlar að ljúka námi vorið 2017. Þegar Atli er spurður hvort einhver spennandi verkefni séu á döfinni, svarar hann: „Það eru nokkur verkefni en ekkert sem er staðfest eða ég má tala um. Ég var að komast á samning hjá einni af fimm stærstu umboðsskrifstofum í Hollywood sem nefnist Paradigm og það mun örugglega veita mér ný tækifæri. Það er margt spennandi að gerast fram undan,“ svarar Atli sem hefur leikið í fjórum íslenskum bíómyndum, Óróa, Gauragangi, Ávaxtakörfunni og Þröstum. Atli Óskar segir að það hafi verið ótrúlegur heiður að vera valinn rísandi stjarna á kvikmyndahátíðinni í Berlín. „Það eru svo margir frábærir leikarar sem hafa verið valdir þarna, bæði Íslendingar og erlendir listamenn. Ég er rosalega glaður yfir að vera á sama blaði og þessir listamenn,“ segir hann. Áhrifanna gætti strax þar sem haft var samband við Atla frá Paradigm eftir að hann var valinn rísandi stjarna í Berlín. Atli heillaðist af Berlín en þangað hafði hann ekki komið áður. „Ég hafði komið til Þýskalands nokkrum sinnum en ekki til Berlínar. Ég fékk því miður lítinn tíma til að skoða hana almennilega en ég fékk að sjá hana út um bílglugga að mestu. En ég vingaðist við þýsku stjörnuna Jella Haase, sem bauðst til að hýsa mig ef ég kæmi einhvern tíma aftur og sýna mér borgina. Svo á ég fleiri góða vini þarna sem eru að stúdera tónlist þannig að það er aldrei að vita nema maður fari aftur áður en langt um líður.“ Atli Óskar segist ekki hafa ætlað sér að feta leiklistarbrautina. „Ég gekk lengi með þann draum að verða læknir. Svo langaði mig að verða rannsóknarlögregla eins og frændi minn,“ segir hann. „Eftir að ég lék í kvikmyndinni Óróa var ekkert annað í stöðunni en að verða leikari. Afi minn heitinn var mikill leikari, hann og amma voru driffjaðrir hjá Leikfélagi Kópavogs. Pabbi lék þar líka á sínum tíma. Einhvern tíma álpaðist mamma þangað inn og þar kynntust foreldrar mínir. Ætli þetta hafi ekki verið skrifað í stjörnurnar,“ segir hann.Atli Óskar hefur leikið í fjórum íslenskum bíómyndum og var tilnefndur til Eddunnar sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Þröstum.Atli Óskar ólst upp í Laugardalnum. Hann gekk í Langholtsskóla og segist hafa flutt að heiman aðeins 18 ára. Hann kann vel við sig í Los Angeles og segir að margir Íslendingar séu þar. „Það er oft talað um vesturfarana sem sóttu mikið í nám hérna á níunda og tíunda áratugnum og margir þeirra settust hér að. Svo róaðist þetta, en núna er eins og önnur sprenging hafi orðið og hérna er fullt af flottu fólki að læra leiklist, tónlist og fleira og margir hverjir að vinna í bransanum.“ Hann segist ekki sjá margar Hollywood-stjörnur í sínu daglega lífi. „Maður sér oft fólki bregða fyrir sem maður kannast við og stundum dettur maður í spjall ef þannig liggur á mér. Annars er ég ekki mikið að kippa mér upp við það. Þetta er jú bara fólk eins og ég og þú sem vinnur sína vinnu og á sitt líf.“ Þegar Atli Óskar er spurður um heimþrá svarar hann: „Ég fékk smá heimþrá fyrstu jólin mín hér, þá langaði mig heim í jólasteik til mömmu. Annars er ég of upptekinn í skólanum svo ég hef ekki haft tíma til að pæla í því. Það er samt alltaf gaman að koma heim og ég hlakka alltaf mest til að knúsa mömmu. Síðast þegar ég heimsótti klakann var ég með lista yfir mat sem ég saknaði að heiman. Noodle Station var þar efst á listanum,“ segir þessi ungi listamaður. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Atli Óskar Fjalarsson er ungur og efnilegur leiklistarnemi sem stundar nám við New York Film Academy í Los Angeles. Atli hefur þegar leikið í nokkrum íslenskum kvikmyndum og í síðasta mánuði var hann var hann útnefndur rísandi stjarna eða Shooting Star á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Atli Óskar var tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki til Eddunnar á sunnudaginn fyrir leik sinn í Þröstum. Það verður að teljast góður árangur þótt ekki hafi hann unnið verðlaunin að þessu sinni. Atli segir að sig hafi langað til að læra leiklist í Bandaríkjunum. „Ég sótti um skóla í New York og Los Angeles. Ég komst inn í skólann hér í LA og er búinn að vera hér í eitt og hálft ár,“ segir Atli Óskar sem ætlar að ljúka námi vorið 2017. Þegar Atli er spurður hvort einhver spennandi verkefni séu á döfinni, svarar hann: „Það eru nokkur verkefni en ekkert sem er staðfest eða ég má tala um. Ég var að komast á samning hjá einni af fimm stærstu umboðsskrifstofum í Hollywood sem nefnist Paradigm og það mun örugglega veita mér ný tækifæri. Það er margt spennandi að gerast fram undan,“ svarar Atli sem hefur leikið í fjórum íslenskum bíómyndum, Óróa, Gauragangi, Ávaxtakörfunni og Þröstum. Atli Óskar segir að það hafi verið ótrúlegur heiður að vera valinn rísandi stjarna á kvikmyndahátíðinni í Berlín. „Það eru svo margir frábærir leikarar sem hafa verið valdir þarna, bæði Íslendingar og erlendir listamenn. Ég er rosalega glaður yfir að vera á sama blaði og þessir listamenn,“ segir hann. Áhrifanna gætti strax þar sem haft var samband við Atla frá Paradigm eftir að hann var valinn rísandi stjarna í Berlín. Atli heillaðist af Berlín en þangað hafði hann ekki komið áður. „Ég hafði komið til Þýskalands nokkrum sinnum en ekki til Berlínar. Ég fékk því miður lítinn tíma til að skoða hana almennilega en ég fékk að sjá hana út um bílglugga að mestu. En ég vingaðist við þýsku stjörnuna Jella Haase, sem bauðst til að hýsa mig ef ég kæmi einhvern tíma aftur og sýna mér borgina. Svo á ég fleiri góða vini þarna sem eru að stúdera tónlist þannig að það er aldrei að vita nema maður fari aftur áður en langt um líður.“ Atli Óskar segist ekki hafa ætlað sér að feta leiklistarbrautina. „Ég gekk lengi með þann draum að verða læknir. Svo langaði mig að verða rannsóknarlögregla eins og frændi minn,“ segir hann. „Eftir að ég lék í kvikmyndinni Óróa var ekkert annað í stöðunni en að verða leikari. Afi minn heitinn var mikill leikari, hann og amma voru driffjaðrir hjá Leikfélagi Kópavogs. Pabbi lék þar líka á sínum tíma. Einhvern tíma álpaðist mamma þangað inn og þar kynntust foreldrar mínir. Ætli þetta hafi ekki verið skrifað í stjörnurnar,“ segir hann.Atli Óskar hefur leikið í fjórum íslenskum bíómyndum og var tilnefndur til Eddunnar sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Þröstum.Atli Óskar ólst upp í Laugardalnum. Hann gekk í Langholtsskóla og segist hafa flutt að heiman aðeins 18 ára. Hann kann vel við sig í Los Angeles og segir að margir Íslendingar séu þar. „Það er oft talað um vesturfarana sem sóttu mikið í nám hérna á níunda og tíunda áratugnum og margir þeirra settust hér að. Svo róaðist þetta, en núna er eins og önnur sprenging hafi orðið og hérna er fullt af flottu fólki að læra leiklist, tónlist og fleira og margir hverjir að vinna í bransanum.“ Hann segist ekki sjá margar Hollywood-stjörnur í sínu daglega lífi. „Maður sér oft fólki bregða fyrir sem maður kannast við og stundum dettur maður í spjall ef þannig liggur á mér. Annars er ég ekki mikið að kippa mér upp við það. Þetta er jú bara fólk eins og ég og þú sem vinnur sína vinnu og á sitt líf.“ Þegar Atli Óskar er spurður um heimþrá svarar hann: „Ég fékk smá heimþrá fyrstu jólin mín hér, þá langaði mig heim í jólasteik til mömmu. Annars er ég of upptekinn í skólanum svo ég hef ekki haft tíma til að pæla í því. Það er samt alltaf gaman að koma heim og ég hlakka alltaf mest til að knúsa mömmu. Síðast þegar ég heimsótti klakann var ég með lista yfir mat sem ég saknaði að heiman. Noodle Station var þar efst á listanum,“ segir þessi ungi listamaður.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira