Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 13:30 Oliver Sigurjónsson í hvítu varatreyjunni, Gunnleifur Gunnleifsson í markvarðartreyjunni og Rakel Hönnudóttir í nýja aðalbúningnum. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira