Litagleði, teikningar, vídeó og ljósaskúlptúrar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þórdís og Ingunn Fjóla að vinna að innsetningunni í Hafnarborg. Vísir/Vilhelm Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira