Myndir af morðum á Bermúda kveiktu þessa ástríðu Magnús Guðmundsson skrifar 17. mars 2016 13:00 Gavin Evans ljósmyndari fyrir framan nokkur verka sinna á sýningunni Bowie – The Session sem verður opnuð í Hörpu á morgun. Visir/Stefán Þetta er bara fínt hingað til og enskur morgunverður gerir líka allt betra,“ segir hinn heimsfrægi portrettljósmyndari Gavin Evans glaðlega um komu sína til landsins. Á morgun verður opnuð í Esju, nýjum sýningarsal Hörpu, sýningin Bowie – The Session. Sýningin var opnuð 19. febrúar í The Institute í Holzmarkt Berlín en verður opnuð nánast samtímis í A-Galerie Paris og Hörpu. The Session mun ferðast víða á árinu en myndlistarmaðurinn Ingvar Björn sem hefur starfað með Gavin í Berlín mun einnig sýna afrakstur þess samstarfs. Uppistaða sýningarinnar er myndir úr þekktri myndaröð af David Bowie en af öllum myndum sem teknar voru af Bowie var portrettmyndin eftir Evans í algjöru uppáhaldi. Enda er hún áhrifamikil og persónuleg birtingarmynd af manninum á bak við goðsögnina sem kemur kannski ekki á óvart þar sem Evans hefur fengist við að mynda fólk frá unga aldri.Réttarmeinafræði, rokk og ról! „Ég er fæddur og uppalinn á Norð-austur-Englandi þar sem ég kynntist ljósmyndum strax þegar ég var strákur. Nágranni okkar var fyrrverandi réttarmeinaljósmyndari fyrir lögregluna á Bermúda og ég komst í að skoða möppuna hans og heillaðist gjörsamlega. Þarna voru myndir af líkum og ótrúlegu blóðbaði sem ég átti auðvitað ekki að sjá. Þannig að ég hafði komist í þessa möppu, sem ég átti auðvitað ekkert með að vera að skoða, og hann tók hana af mér um leið og hann áttaði sig á þessu en það var of seint. Þarna var ég tólf ára og þetta var hugljómum fyrir mér. Þarna uppgötvaði ég að myndavélin væri miðill sem ég gæti beint að hverju sem er og að ljósmyndum væru engin takmörk sett. Þegar ég var fimmtán ára þá var ég svo farinn að nota myndavélina til þess að komast inn á tónleika og til að komast baksviðs á tónleikum og mynda tónlistarmennina. Fyrir mér snerist áhuginn alltaf um að mynda fólk. Það var alltaf markmiðið og ég hafði aldrei áhuga á því að mynda líflausa hluti eða landslag. Ætli það sé ekki vegna þess að þaðan sem ég kem þá er landslagið eins og í upphafsatriðinu í Blade Runner, afar líflaust og óspennandi, enda er ég frá sama stað og Ridley Scott. En ég hef s.s. alltaf verið heillaður af fólki og þessi áhugi og myndavélin voru í raun vegabréfið mitt frá Norðaustur-Englandi og út í heim. Þetta er bara fólk Gavin Evans hefur á ferli sínum myndað ótal stjörnur á borð við Julliette Binoche, Morrissey, Nick Cave, Iggy Pop, Björk, Terry Gilliam og þannig mætti áfram telja og myndir hans þykja sérstaklega beinskeyttar og draga fram persónuleika viðkomandi. „Málið er að ég byrja að mynda svo ungur og þá var ég gjörsamlega ómeðvitaður um að það væru einhverjar reglur. Ég var til að mynda algjörlega ómeðvitaður um alla fagurfræði og annað slíkt og það mótaði afstöðu mína. Ég er svo mjög ungur farinn að mynda þekktar rokkstjörnur, hetjurnar mínar, en fljótlega geri ég mér grein fyrir því að þetta er bara fólk. Manneskjur. Það sem heillaði mig var því að ná að mynda þetta fólk sem manneskjur fremur en fræga fólkið og það hefur alltaf verið grunurinn að öllum mínum verkum. Ef maður setur fólk ekki á stall heldur leitast við að mynda það eins og það er þá fær maður beinskeyttar myndir af fólki eins og það er í raun og veru. Þannig að fyrir mér snýst þetta í raun meira um sálfræði en fagurfræði, það er mín nálgun.“Ein þekktasta mynd Gavins Evans af poppgoðinu David Bowie.Mynd/Gavin EvansÉg bara mynda Stjörnurnar sem Evans hefur myndað í gegnum árin þurfa eflaust að gæta að ímynd sinni gagnvart almenningi og því þarf að vera til staðar traust á milli þeirra og ljósmyndarans. „Málið er að fólkið kemur til mín í stúdíóið í því felst ákveðið öryggi. Það er ekki eins og ég sé á ströndinni að smella myndum af fólki þar sem það er berskjaldað. Þegar fólk kemur til mín veit það að það er ekki að fara fá glamour-myndir heldur eitthvað annað og öðruvísi en samt myndir af sér. Þannig að traustið er í sjálfu sér til staðar þegar fólk kemur á staðinn og í rauninni hef ég aldrei pælt mikið í þessu, ég bara mynda fólk. Með stafrænu tækninni get ég líka sýnt fólki hvað ég er að gera í miðju ferlinu og ég hika ekki við að gera það því þá er stundum hægt að ýta því aðeins lengra, komast nær því og fá betri mynd.Barrie og Gary Evans segir að það skipti máli að láta reyna á mörk þess hvað fólk er tilbúið að gera og hvað myndavélin getur gert. Hann segir að sumir þeirra sem hafi verið fyrir framan myndavélina hjá honum séu óneitanlega eftirminnilegri en aðrir. „Sá allra eftirminnilegasti er gaur sem heitir Barrie og fólk getur skoðað myndirnar mínar og kynnt sér sögu hans á vefsvæðinu mínu (gavinevans.com). Þetta er náungi sem ég hitti á götum Glasgow og við eyddum saman mörgum mánuðum í stúdíóinu og það er heilmikil saga á bak við það. Hann er mér ógleymanlegur og hafði mikil áhrif á mig. En af fræga fólkinu þá verð ég að segja Gary Oldman en ég varði degi með honum og hann er stórkostlegasta myndefni sem ég hef hitt. Hann er líka fyndnasti maður sem ég hef nokkurn tíma hitt og það var algjör opinberun því hann er alltaf að leika einhverja rosalega harðhausa. En svo veit maður aldrei hvað gerist næst. Núna er ég að fara að ferðast um heiminn með þessa sýningu og myndavélin er aldrei langt undan. Hún er kannski ekki utan á mér en alltaf innan seilingar.“ Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þetta er bara fínt hingað til og enskur morgunverður gerir líka allt betra,“ segir hinn heimsfrægi portrettljósmyndari Gavin Evans glaðlega um komu sína til landsins. Á morgun verður opnuð í Esju, nýjum sýningarsal Hörpu, sýningin Bowie – The Session. Sýningin var opnuð 19. febrúar í The Institute í Holzmarkt Berlín en verður opnuð nánast samtímis í A-Galerie Paris og Hörpu. The Session mun ferðast víða á árinu en myndlistarmaðurinn Ingvar Björn sem hefur starfað með Gavin í Berlín mun einnig sýna afrakstur þess samstarfs. Uppistaða sýningarinnar er myndir úr þekktri myndaröð af David Bowie en af öllum myndum sem teknar voru af Bowie var portrettmyndin eftir Evans í algjöru uppáhaldi. Enda er hún áhrifamikil og persónuleg birtingarmynd af manninum á bak við goðsögnina sem kemur kannski ekki á óvart þar sem Evans hefur fengist við að mynda fólk frá unga aldri.Réttarmeinafræði, rokk og ról! „Ég er fæddur og uppalinn á Norð-austur-Englandi þar sem ég kynntist ljósmyndum strax þegar ég var strákur. Nágranni okkar var fyrrverandi réttarmeinaljósmyndari fyrir lögregluna á Bermúda og ég komst í að skoða möppuna hans og heillaðist gjörsamlega. Þarna voru myndir af líkum og ótrúlegu blóðbaði sem ég átti auðvitað ekki að sjá. Þannig að ég hafði komist í þessa möppu, sem ég átti auðvitað ekkert með að vera að skoða, og hann tók hana af mér um leið og hann áttaði sig á þessu en það var of seint. Þarna var ég tólf ára og þetta var hugljómum fyrir mér. Þarna uppgötvaði ég að myndavélin væri miðill sem ég gæti beint að hverju sem er og að ljósmyndum væru engin takmörk sett. Þegar ég var fimmtán ára þá var ég svo farinn að nota myndavélina til þess að komast inn á tónleika og til að komast baksviðs á tónleikum og mynda tónlistarmennina. Fyrir mér snerist áhuginn alltaf um að mynda fólk. Það var alltaf markmiðið og ég hafði aldrei áhuga á því að mynda líflausa hluti eða landslag. Ætli það sé ekki vegna þess að þaðan sem ég kem þá er landslagið eins og í upphafsatriðinu í Blade Runner, afar líflaust og óspennandi, enda er ég frá sama stað og Ridley Scott. En ég hef s.s. alltaf verið heillaður af fólki og þessi áhugi og myndavélin voru í raun vegabréfið mitt frá Norðaustur-Englandi og út í heim. Þetta er bara fólk Gavin Evans hefur á ferli sínum myndað ótal stjörnur á borð við Julliette Binoche, Morrissey, Nick Cave, Iggy Pop, Björk, Terry Gilliam og þannig mætti áfram telja og myndir hans þykja sérstaklega beinskeyttar og draga fram persónuleika viðkomandi. „Málið er að ég byrja að mynda svo ungur og þá var ég gjörsamlega ómeðvitaður um að það væru einhverjar reglur. Ég var til að mynda algjörlega ómeðvitaður um alla fagurfræði og annað slíkt og það mótaði afstöðu mína. Ég er svo mjög ungur farinn að mynda þekktar rokkstjörnur, hetjurnar mínar, en fljótlega geri ég mér grein fyrir því að þetta er bara fólk. Manneskjur. Það sem heillaði mig var því að ná að mynda þetta fólk sem manneskjur fremur en fræga fólkið og það hefur alltaf verið grunurinn að öllum mínum verkum. Ef maður setur fólk ekki á stall heldur leitast við að mynda það eins og það er þá fær maður beinskeyttar myndir af fólki eins og það er í raun og veru. Þannig að fyrir mér snýst þetta í raun meira um sálfræði en fagurfræði, það er mín nálgun.“Ein þekktasta mynd Gavins Evans af poppgoðinu David Bowie.Mynd/Gavin EvansÉg bara mynda Stjörnurnar sem Evans hefur myndað í gegnum árin þurfa eflaust að gæta að ímynd sinni gagnvart almenningi og því þarf að vera til staðar traust á milli þeirra og ljósmyndarans. „Málið er að fólkið kemur til mín í stúdíóið í því felst ákveðið öryggi. Það er ekki eins og ég sé á ströndinni að smella myndum af fólki þar sem það er berskjaldað. Þegar fólk kemur til mín veit það að það er ekki að fara fá glamour-myndir heldur eitthvað annað og öðruvísi en samt myndir af sér. Þannig að traustið er í sjálfu sér til staðar þegar fólk kemur á staðinn og í rauninni hef ég aldrei pælt mikið í þessu, ég bara mynda fólk. Með stafrænu tækninni get ég líka sýnt fólki hvað ég er að gera í miðju ferlinu og ég hika ekki við að gera það því þá er stundum hægt að ýta því aðeins lengra, komast nær því og fá betri mynd.Barrie og Gary Evans segir að það skipti máli að láta reyna á mörk þess hvað fólk er tilbúið að gera og hvað myndavélin getur gert. Hann segir að sumir þeirra sem hafi verið fyrir framan myndavélina hjá honum séu óneitanlega eftirminnilegri en aðrir. „Sá allra eftirminnilegasti er gaur sem heitir Barrie og fólk getur skoðað myndirnar mínar og kynnt sér sögu hans á vefsvæðinu mínu (gavinevans.com). Þetta er náungi sem ég hitti á götum Glasgow og við eyddum saman mörgum mánuðum í stúdíóinu og það er heilmikil saga á bak við það. Hann er mér ógleymanlegur og hafði mikil áhrif á mig. En af fræga fólkinu þá verð ég að segja Gary Oldman en ég varði degi með honum og hann er stórkostlegasta myndefni sem ég hef hitt. Hann er líka fyndnasti maður sem ég hef nokkurn tíma hitt og það var algjör opinberun því hann er alltaf að leika einhverja rosalega harðhausa. En svo veit maður aldrei hvað gerist næst. Núna er ég að fara að ferðast um heiminn með þessa sýningu og myndavélin er aldrei langt undan. Hún er kannski ekki utan á mér en alltaf innan seilingar.“
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira