Stigaþrep forsmánarinnar Stefán Pálsson skrifar 13. mars 2016 11:00 Fáir stjórnmálamenn ef nokkrir létu sig útlit og bæjarbrag Reykjavíkur jafn miklu varða og Jónas frá Hriflu. Jónas Jónsson frá Hriflu er mögulega áhugaverðasti einstaklingur íslenskrar stjórnmálasögu tuttugustu aldar. Hann varð einna fyrstur til að átta sig á því að eftir því sem lok sjálfstæðisbaráttunnar færðust nær, yrði flokkakerfi sem byggðist á gömlum væringum í sambandsmálum Íslands og Danmerkur úrelt. Þess í stað hlyti að verða til nýtt flokkakerfi sem byggði á stéttastjórnmálum og hefðbundnum hægri/vinstri víglínum. Hriflu-Jónas átti því stóran þátt í að stofna bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. Hann var meðal þeirra fyrstu til að kynna málstað jafnaðarstefnunnar hér á landi, en gerðist síðar á ferli sínum einn hatrammasti andstæðingur sósíalisma og reyndi að hrekja yfirlýsta sósíalista úr opinberum stöðum. Á sama hátt var hann lengi einn áhrifamesti forystumaður Framsóknarflokksins, en endaði stjórnmálasögu sína einangraður í hálfgerðri stjórnarandstöðu í sínum eigin flokki. Óhætt er að segja að Jónas hafi verið maður mótsagna og hvergi birtust þær betur en í afstöðu hans til Reykjavíkur. Andstæðingar hans á mölinni héldu mjög á lofti þeirri hugmynd að Jónas vildi veg Reykjavíkur sem minnstan og væri jafnvel hatursmaður höfuðstaðarins. Og vissulega lá þingmaður Suður-Þingeyinga ekki á þeirri skoðun sinni að óæskilegt væri að Reykjavík yxi um of, enda væri mannlífið til sveita heilbrigðara og þjóðhollara en í sollinum á mölinni. En á hitt ber að líta að fáir stjórnmálamenn ef nokkrir létu sig útlit og bæjarbrag Reykjavíkur jafn miklu varða. Jónas hafði metnað fyrir hönd Reykjavíkur sem höfuðborgar og vildi auka veg þeirra stofnana sem heima ættu í slíkri borg. Hallgrímskirkja, Þjóðleikhúsið og Sundhöllin voru meðal þeirra mannvirkja sem Jónas beitti sér fyrir og honum var sömuleiðis mikið í mun að koma skrifstofum stjórnarráðsins, Hæstarétti og Alþingi í nýtt og betra húsnæði. Þannig komst hann að þeirri niðurstöðu þegar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar að þinghúsið við Austurvöll væri orðið of lítið og rétt væri að byggja nýtt, helst með íbúðum fyrir þingmenn landsbyggðarinnar.Aðþrengdur háskóli Húsnæðismál Háskóla Íslands voru Jónasi sömuleiðis hugleikin, þótt samband hans við stofnunina væri alla tíð stormasamt. Þannig beitti Jónas sér fyrir setningu laga sem heimiluðu að ráðist yrði í háskólabyggingu, þótt þau lög hefðu í fyrstu verið orðin tóm þar sem engin fjárveiting fylgdi. Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 með sameiningu þriggja embættismannaskóla: Lagaskólans, Læknaskólans og Prestaskólans. Þótti sumum hæpið að stofnunin stæði undir háskólanafninu, enda nemendur jafnt sem kennarar fáir og starfsemin að mestu bundin við fáein laus herbergi í Alþingishúsinu þar sem þrengslin voru slík að hluti stúdenta varð að standa í kennslustundum. Stjórnendur háskólans vildu vitaskuld fá úrbætur í húsnæðismálum, en sýndu þó að margra mati óþarflega mikið langlundargeð gagnvart fjárveitingarvaldinu. Hafa ber þó í huga að á þessum árum þótti ekki viðeigandi að opinberir embættismenn stæðu í harðri baráttu fyrir framlögum til stofnana sinna. Að lokum komst þó skriður á málin þegar Alþingi samþykkti að veita Háskólanum einkaleyfi til að reka peningahappdrætti til að standa straum af byggingu skólahúsnæðis vestur á Melum. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði háskólabygginguna sem tekin var í notkun á árinu 1940 og átti að fullnægja allri húsnæðisþörf skólans til margra áratuga, þótt annað ætti síðar eftir að koma á daginn. Á fimmtíu ára afmæli háskólans árið 1961, kom út saga stofnunarinnar eftir sagnfræðiprófessorinn Guðna Jónsson. Í verkinu var að finna mjög skýra söguskoðun, sem stjórnendum skólans féll vel í geð. Samkvæmt henni hafði háskólinn frá fyrsta degi notið forystu ódeigra baráttumanna sem sífellt unnu að vexti hans og eflingu, þótt ytri aðstæður og misvitrir stjórnmálamenn hafi oft gert þá baráttu erfiða. Í frásögn Guðna er mest gert úr þætti Alexanders Jóhannessonar rektors í húsbyggingarmálinu og honum eignuð sú hugmynd að fjármagna framkvæmdirnar með happdrættisfé.Hljóð úr horni Hriflu-Jónasi var ekki skemmt. Hann settist niður og ritaði tíu greina bálk og birti í Mánudagsblaðinu, sem um þær mundir var orðið hálfgert einkamálgagn hans. Í greinaflokknum fór Jónas um víðan völl og skaut föstum skotum á nafngreinda háskólamenn fyrir ýmsar sakir – þar á meðal þá menn sem hann taldi hafa staðið að „Stóru-bombunni“, þegar reynt var að lýsa Jónas geðveikan og því óhæfan í embætti dómsmálaráðherra. Megintilgangur þessara löngu ritgerða var þó að árétta túlkun Jónasar sjálfs á byggingarsögu Háskólans. Samkvæmt henni tilheyrðu flestir háskólaprófessorar hinni íhaldssömu yfirstétt sem skorti bæði stórhug og metnað til framkvæmda. Þess í stað einbeittu stjórnendur skólans sér fremur að því að finna leiðir til sparnaðar og niðurskurðar í samvinnu við ríkisstjórnir íhaldsmanna með fjöldatakmörkunum og niðurlagningu námsbrauta. Einungis framfarasinnaðir samvinnumenn höfðu kjarkinn til að kalla eftir almennilegum úrbótum, þannig hafi Jónas sjálfur fengið lögin um háskólabygginguna samþykkt og húsameistarinn Guðjón Samúelsson látið sér detta í hug að stofna til happdrættis. Í báðum tilvikum hafi hreinlega þurft að dekstra íhaldssama stjórnendur háskólans til að styðja málefnið. Er greinaflokkur þessi sem birtist veturinn 1961-62 hið skemmtilegasta lesefni, þótt höfundurinn gangi langt í túlkunum sér í vil.Fádæma smekkleysi Nokkrum árum síðar tók Jónas þráðinn upp að nýju í Mánudagsblaðinu. Þar hjó hann í sama knérunn með að bygging Háskólans væri einkum Guðjóni Samúelssyni og í minna mæli honum sjálfum að þakka, en að háskólaprófessorar hafi fremur þvælst fyrir málinu en hitt. En nú hafði umkvörtunarefnunum fjölgað. Í fyrsta lagi húðskammaði Jónas borgaryfirvöld í Reykjavík fyrir þá smekkleysu að heimila byggingu Bændahallarinnar við Melatorg, sem gnæfði yfir háskólabygginguna og spillti ásýnd hennar. Fengu skólastjórnendur sinn skerf af skömmum fyrir að hafa ekki náð að afstýra þessu slysi. Sýnu verri þótti Jónasi þó frágangur skólalóðarinnar og þá sérstaklega „stigaþrep forsmánarinnar“ fyrir framan innganginn að skólanum. Þar hafi Guðjón Samúelsson hugsað sér að risi „…?mikill Ásbyrgishvammur. Skeifulaga hamar, klæddur hrafntinnu. Í miðri sléttunni gosbrunnur, Geysir í hvítri skál eins og íslensk náttúra skapar víða dásemdir hér á landi. Létt stigaþrep skyldu liggja lítt sýnileg frá hlaði háskólans niður að gosbrunninum.“ Þessi lýsing er í samræmi við útlitsteikningar Guðjóns að háskólanum, þar sem gert var ráð fyrir þverhníptum og hrafnsvörtum vegg umhverfis skeifuna. Hefði hann óneitanlega orðið tignarlegt mannvirki. Gosbrunnur var einnig fyrirhugaður og munu hafa verið gerðar fyrir hann undirstöður, áður en ákveðið var að koma þar fyrir styttunni af Sæmundi á selnum eftir Ásmund Sveinsson. Frágangur skeifunnar var ekki talið forgangsmál og sat á hakanum á meðan Háskólinn reisti sér íþróttahús. Þá voru vangaveltur um hvort nýta mætti svæðið fyrir grasagarð, sem nýtast myndi Reykvíkingum til útivistar en náttúrufræðinemum til rannsókna. Var möguleikinn á þeirri staðsetningu kannaður alvarlega áður en Reykjavíkurbær ákvað að velja Laugardalinn í staðinn.Styttuherdeildin Þegar loks var komið að framkvæmdum höfðu sjónarmið breyst í háskólanum. Alexander Jóhannesson sá fyrir sér voldugar tröppur frá dyrum skólabyggingarinnar niður í Skeifuna. Jónas, stóryrtur að vanda, taldi breytinguna siðabrot af þeirri stærðargráðu að fágætt væri í sögu menntaðra þjóða. Í stað tignarlegs hamraveggs væri komin grasbrekka „…sem líktist moðbing með sætum sem engir nota og hin ferlegu stigaþrep framan við háskólafordyrnar. Í þessum fáránlega óskapnaði eru faldir tólf fótstallar fyrir styttur frægra Reykjavíkurprófessora. Stigaþrepin eru hjákátleg. Þar eru engir mannavegir. Vegna stærðarinnar gætu þúsundir manna riðlast þar um úfið og svipljótt hraungrýti. Þrepin eru vita gagnslaus og svo ólistræn að þau eiga hvergi sinn líka.“ Háskólaþrepin voru, að mati Jónasar, óafmáanleg forsmán fyrir Háskólann, höfuðborgina og alla þjóðina uns þau yrðu rifin! Að sönnu eru Háskólaþrepin skringileg, þótt þau séu kannski ekki þjóðarhneyksli. Einkum eru það hinir skringilegu stallar, tólf talsins, sem gefa þeim undarlegt yfirbragð. Stallarnir eru þó ekki útbúnir svona út í bláinn, því það var rétt hjá Jónasi að þar var ætlunin að koma fyrir styttum af menntaforkólfum úr Íslandssögunni. Það náði svo langt að efnt var til samkeppni meðal listamanna, en undirtektir reyndust dræmar. Skopmyndateiknarar Spegilsins drápu loks hugmyndina endanlega með því að teikna kunna háskólaprófessora í styttuformi í tröppunum. Sem er nú eiginlega synd, því það er eitthvað skemmtilega sturlað við hugmyndina um að ganga í gegnum myndastyttuherdeild á leiðinni í nemendaskrá HÍ. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Jónas Jónsson frá Hriflu er mögulega áhugaverðasti einstaklingur íslenskrar stjórnmálasögu tuttugustu aldar. Hann varð einna fyrstur til að átta sig á því að eftir því sem lok sjálfstæðisbaráttunnar færðust nær, yrði flokkakerfi sem byggðist á gömlum væringum í sambandsmálum Íslands og Danmerkur úrelt. Þess í stað hlyti að verða til nýtt flokkakerfi sem byggði á stéttastjórnmálum og hefðbundnum hægri/vinstri víglínum. Hriflu-Jónas átti því stóran þátt í að stofna bæði Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. Hann var meðal þeirra fyrstu til að kynna málstað jafnaðarstefnunnar hér á landi, en gerðist síðar á ferli sínum einn hatrammasti andstæðingur sósíalisma og reyndi að hrekja yfirlýsta sósíalista úr opinberum stöðum. Á sama hátt var hann lengi einn áhrifamesti forystumaður Framsóknarflokksins, en endaði stjórnmálasögu sína einangraður í hálfgerðri stjórnarandstöðu í sínum eigin flokki. Óhætt er að segja að Jónas hafi verið maður mótsagna og hvergi birtust þær betur en í afstöðu hans til Reykjavíkur. Andstæðingar hans á mölinni héldu mjög á lofti þeirri hugmynd að Jónas vildi veg Reykjavíkur sem minnstan og væri jafnvel hatursmaður höfuðstaðarins. Og vissulega lá þingmaður Suður-Þingeyinga ekki á þeirri skoðun sinni að óæskilegt væri að Reykjavík yxi um of, enda væri mannlífið til sveita heilbrigðara og þjóðhollara en í sollinum á mölinni. En á hitt ber að líta að fáir stjórnmálamenn ef nokkrir létu sig útlit og bæjarbrag Reykjavíkur jafn miklu varða. Jónas hafði metnað fyrir hönd Reykjavíkur sem höfuðborgar og vildi auka veg þeirra stofnana sem heima ættu í slíkri borg. Hallgrímskirkja, Þjóðleikhúsið og Sundhöllin voru meðal þeirra mannvirkja sem Jónas beitti sér fyrir og honum var sömuleiðis mikið í mun að koma skrifstofum stjórnarráðsins, Hæstarétti og Alþingi í nýtt og betra húsnæði. Þannig komst hann að þeirri niðurstöðu þegar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar að þinghúsið við Austurvöll væri orðið of lítið og rétt væri að byggja nýtt, helst með íbúðum fyrir þingmenn landsbyggðarinnar.Aðþrengdur háskóli Húsnæðismál Háskóla Íslands voru Jónasi sömuleiðis hugleikin, þótt samband hans við stofnunina væri alla tíð stormasamt. Þannig beitti Jónas sér fyrir setningu laga sem heimiluðu að ráðist yrði í háskólabyggingu, þótt þau lög hefðu í fyrstu verið orðin tóm þar sem engin fjárveiting fylgdi. Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 með sameiningu þriggja embættismannaskóla: Lagaskólans, Læknaskólans og Prestaskólans. Þótti sumum hæpið að stofnunin stæði undir háskólanafninu, enda nemendur jafnt sem kennarar fáir og starfsemin að mestu bundin við fáein laus herbergi í Alþingishúsinu þar sem þrengslin voru slík að hluti stúdenta varð að standa í kennslustundum. Stjórnendur háskólans vildu vitaskuld fá úrbætur í húsnæðismálum, en sýndu þó að margra mati óþarflega mikið langlundargeð gagnvart fjárveitingarvaldinu. Hafa ber þó í huga að á þessum árum þótti ekki viðeigandi að opinberir embættismenn stæðu í harðri baráttu fyrir framlögum til stofnana sinna. Að lokum komst þó skriður á málin þegar Alþingi samþykkti að veita Háskólanum einkaleyfi til að reka peningahappdrætti til að standa straum af byggingu skólahúsnæðis vestur á Melum. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði háskólabygginguna sem tekin var í notkun á árinu 1940 og átti að fullnægja allri húsnæðisþörf skólans til margra áratuga, þótt annað ætti síðar eftir að koma á daginn. Á fimmtíu ára afmæli háskólans árið 1961, kom út saga stofnunarinnar eftir sagnfræðiprófessorinn Guðna Jónsson. Í verkinu var að finna mjög skýra söguskoðun, sem stjórnendum skólans féll vel í geð. Samkvæmt henni hafði háskólinn frá fyrsta degi notið forystu ódeigra baráttumanna sem sífellt unnu að vexti hans og eflingu, þótt ytri aðstæður og misvitrir stjórnmálamenn hafi oft gert þá baráttu erfiða. Í frásögn Guðna er mest gert úr þætti Alexanders Jóhannessonar rektors í húsbyggingarmálinu og honum eignuð sú hugmynd að fjármagna framkvæmdirnar með happdrættisfé.Hljóð úr horni Hriflu-Jónasi var ekki skemmt. Hann settist niður og ritaði tíu greina bálk og birti í Mánudagsblaðinu, sem um þær mundir var orðið hálfgert einkamálgagn hans. Í greinaflokknum fór Jónas um víðan völl og skaut föstum skotum á nafngreinda háskólamenn fyrir ýmsar sakir – þar á meðal þá menn sem hann taldi hafa staðið að „Stóru-bombunni“, þegar reynt var að lýsa Jónas geðveikan og því óhæfan í embætti dómsmálaráðherra. Megintilgangur þessara löngu ritgerða var þó að árétta túlkun Jónasar sjálfs á byggingarsögu Háskólans. Samkvæmt henni tilheyrðu flestir háskólaprófessorar hinni íhaldssömu yfirstétt sem skorti bæði stórhug og metnað til framkvæmda. Þess í stað einbeittu stjórnendur skólans sér fremur að því að finna leiðir til sparnaðar og niðurskurðar í samvinnu við ríkisstjórnir íhaldsmanna með fjöldatakmörkunum og niðurlagningu námsbrauta. Einungis framfarasinnaðir samvinnumenn höfðu kjarkinn til að kalla eftir almennilegum úrbótum, þannig hafi Jónas sjálfur fengið lögin um háskólabygginguna samþykkt og húsameistarinn Guðjón Samúelsson látið sér detta í hug að stofna til happdrættis. Í báðum tilvikum hafi hreinlega þurft að dekstra íhaldssama stjórnendur háskólans til að styðja málefnið. Er greinaflokkur þessi sem birtist veturinn 1961-62 hið skemmtilegasta lesefni, þótt höfundurinn gangi langt í túlkunum sér í vil.Fádæma smekkleysi Nokkrum árum síðar tók Jónas þráðinn upp að nýju í Mánudagsblaðinu. Þar hjó hann í sama knérunn með að bygging Háskólans væri einkum Guðjóni Samúelssyni og í minna mæli honum sjálfum að þakka, en að háskólaprófessorar hafi fremur þvælst fyrir málinu en hitt. En nú hafði umkvörtunarefnunum fjölgað. Í fyrsta lagi húðskammaði Jónas borgaryfirvöld í Reykjavík fyrir þá smekkleysu að heimila byggingu Bændahallarinnar við Melatorg, sem gnæfði yfir háskólabygginguna og spillti ásýnd hennar. Fengu skólastjórnendur sinn skerf af skömmum fyrir að hafa ekki náð að afstýra þessu slysi. Sýnu verri þótti Jónasi þó frágangur skólalóðarinnar og þá sérstaklega „stigaþrep forsmánarinnar“ fyrir framan innganginn að skólanum. Þar hafi Guðjón Samúelsson hugsað sér að risi „…?mikill Ásbyrgishvammur. Skeifulaga hamar, klæddur hrafntinnu. Í miðri sléttunni gosbrunnur, Geysir í hvítri skál eins og íslensk náttúra skapar víða dásemdir hér á landi. Létt stigaþrep skyldu liggja lítt sýnileg frá hlaði háskólans niður að gosbrunninum.“ Þessi lýsing er í samræmi við útlitsteikningar Guðjóns að háskólanum, þar sem gert var ráð fyrir þverhníptum og hrafnsvörtum vegg umhverfis skeifuna. Hefði hann óneitanlega orðið tignarlegt mannvirki. Gosbrunnur var einnig fyrirhugaður og munu hafa verið gerðar fyrir hann undirstöður, áður en ákveðið var að koma þar fyrir styttunni af Sæmundi á selnum eftir Ásmund Sveinsson. Frágangur skeifunnar var ekki talið forgangsmál og sat á hakanum á meðan Háskólinn reisti sér íþróttahús. Þá voru vangaveltur um hvort nýta mætti svæðið fyrir grasagarð, sem nýtast myndi Reykvíkingum til útivistar en náttúrufræðinemum til rannsókna. Var möguleikinn á þeirri staðsetningu kannaður alvarlega áður en Reykjavíkurbær ákvað að velja Laugardalinn í staðinn.Styttuherdeildin Þegar loks var komið að framkvæmdum höfðu sjónarmið breyst í háskólanum. Alexander Jóhannesson sá fyrir sér voldugar tröppur frá dyrum skólabyggingarinnar niður í Skeifuna. Jónas, stóryrtur að vanda, taldi breytinguna siðabrot af þeirri stærðargráðu að fágætt væri í sögu menntaðra þjóða. Í stað tignarlegs hamraveggs væri komin grasbrekka „…sem líktist moðbing með sætum sem engir nota og hin ferlegu stigaþrep framan við háskólafordyrnar. Í þessum fáránlega óskapnaði eru faldir tólf fótstallar fyrir styttur frægra Reykjavíkurprófessora. Stigaþrepin eru hjákátleg. Þar eru engir mannavegir. Vegna stærðarinnar gætu þúsundir manna riðlast þar um úfið og svipljótt hraungrýti. Þrepin eru vita gagnslaus og svo ólistræn að þau eiga hvergi sinn líka.“ Háskólaþrepin voru, að mati Jónasar, óafmáanleg forsmán fyrir Háskólann, höfuðborgina og alla þjóðina uns þau yrðu rifin! Að sönnu eru Háskólaþrepin skringileg, þótt þau séu kannski ekki þjóðarhneyksli. Einkum eru það hinir skringilegu stallar, tólf talsins, sem gefa þeim undarlegt yfirbragð. Stallarnir eru þó ekki útbúnir svona út í bláinn, því það var rétt hjá Jónasi að þar var ætlunin að koma fyrir styttum af menntaforkólfum úr Íslandssögunni. Það náði svo langt að efnt var til samkeppni meðal listamanna, en undirtektir reyndust dræmar. Skopmyndateiknarar Spegilsins drápu loks hugmyndina endanlega með því að teikna kunna háskólaprófessora í styttuformi í tröppunum. Sem er nú eiginlega synd, því það er eitthvað skemmtilega sturlað við hugmyndina um að ganga í gegnum myndastyttuherdeild á leiðinni í nemendaskrá HÍ.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira