Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 14:51 Jóhannes Kr. í Borgarfirðinum á meðan hann kafaði í gegnum Panama-skjölin. Skjáskot úr sænska sjónvarpinu „Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
„Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira