Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 11:27 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04