Innblásturinn VHS myndkassettur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2016 16:30 Skemmtilegt verkefni. vísir Næstkomandi laugardag opnar PORT verkefnarými sýningu á verkum Atla Bollasonar og Sigtryggs Bergs Sigmarssonar - SNOW MOTION. Meginþema sýningarinnar eru verk innblásin af VHS myndkassettum og myndtruflunum úr sama miðli. Sýningin opnar klukkan sex. Myndsuð eða myndtruflanir er kallað „snjór“ á fjöldamörgum tungumálum. Þegar snjókornin eru grandskoðuð kemur í ljós að þau eru einstök og formfögur, síbreytileg og litrík. Á SNOW MOTION mætast tveir listamenn sem báðir hafa unnið fjölbreytt verk síðustu ár. Það sem sameinar þá á þessari sýningu nú er myndbandskassettan, sem var allt um lykjandi fyrir nokkrum árum. Vídeóspólan er til margs nothæf enn þann dag í dag. Það má byggja á henni, hlaða henni upp eins og múrsteinum, og ef vel er leitað má finna nýjar myndir í henni, allt aðrar myndir en þær sem lagt var upp með að spólan sýndi í myndbandakerfum fjölbýlishúsa okkar jarðarbúa. Listamennirnir eru:ATLI BOLLASON (f. 1985) hefur fengist við fjöldamargar listgreinar undanfarin ár. Hann hefur sýnt innsetningar og vídeóverk, síðast í samstarfi við Or Type á Hönnunarmars; hann hefur umbreytt ljósahjúpi Hörpu í gagnvirk listaverk, bæði tölvuleikinn PONG og sérstakt ljósaorgel; hann gaf út tvær plötur og lék á tugum tónleika með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni; hann hefur leikið í stuttmyndum, gamanþáttum og nú síðast kanadísku kvikmyndinni O, Brazen Age; hann hefur þýtt draugasögur og birt smásögur og ljóð auk þess sem hann hefur fengist við textagerð fyrir Gusgus, Hjaltalín, Högna Egilsson og Helga Björnsson. Þess utan hefur Atli starfað við auglýsingagerð, sem menningarblaðamaður og gagnrýnandi, plötusnúður, og innsti koppur í búri hjá kvikmyndahátíðinni RIFF. Atli lauk meistaragráðu í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal árið 2011 og BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2007.SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON (f. 1977) stundaði myndlistarnám í Hannover hjá prófessor Ulrich Eller og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Áður hafði hann stundað nám við Konunglega konservatoríið í Haag á árunum 1997 - 1998. Valdar einkasýningar - Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE), Lindenau, Leipzig (DE), Castle Insterburg, Tchernyakhovsk (RU), Gallerí Ágúst, Reykjavík (IS), Museums Quartier (AUS), Kunstschlager, Reykjavik (IS), Der Grieche, Berlin (DE), National Gallery of Iceland, Reykjavik (IS), Rocksbox Fine Art, Portland (USA), Hectoliter, Brussels (BE), Stadslimiet, Antwerpen (BE), Basement Gallery, Vienna (AT) & Trampoline Gallery, Antwerpen (BE) Valdar samsýningar - Listasafn Íslands, Reykjavík (IS), Hafnarborg, Hafnarfjörður (IS), Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík (IS), M HKA, Antwerpen (BE), Copenhagen Art Festival, Copenhagen (DK), 21er Kunsthaus, Vienna (AT), The Living Art Museum, Reykjavik (IS),Galerie 21, Hamburg (DE), De Vleeshal, Middelburg (NL) & Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE). Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Næstkomandi laugardag opnar PORT verkefnarými sýningu á verkum Atla Bollasonar og Sigtryggs Bergs Sigmarssonar - SNOW MOTION. Meginþema sýningarinnar eru verk innblásin af VHS myndkassettum og myndtruflunum úr sama miðli. Sýningin opnar klukkan sex. Myndsuð eða myndtruflanir er kallað „snjór“ á fjöldamörgum tungumálum. Þegar snjókornin eru grandskoðuð kemur í ljós að þau eru einstök og formfögur, síbreytileg og litrík. Á SNOW MOTION mætast tveir listamenn sem báðir hafa unnið fjölbreytt verk síðustu ár. Það sem sameinar þá á þessari sýningu nú er myndbandskassettan, sem var allt um lykjandi fyrir nokkrum árum. Vídeóspólan er til margs nothæf enn þann dag í dag. Það má byggja á henni, hlaða henni upp eins og múrsteinum, og ef vel er leitað má finna nýjar myndir í henni, allt aðrar myndir en þær sem lagt var upp með að spólan sýndi í myndbandakerfum fjölbýlishúsa okkar jarðarbúa. Listamennirnir eru:ATLI BOLLASON (f. 1985) hefur fengist við fjöldamargar listgreinar undanfarin ár. Hann hefur sýnt innsetningar og vídeóverk, síðast í samstarfi við Or Type á Hönnunarmars; hann hefur umbreytt ljósahjúpi Hörpu í gagnvirk listaverk, bæði tölvuleikinn PONG og sérstakt ljósaorgel; hann gaf út tvær plötur og lék á tugum tónleika með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni; hann hefur leikið í stuttmyndum, gamanþáttum og nú síðast kanadísku kvikmyndinni O, Brazen Age; hann hefur þýtt draugasögur og birt smásögur og ljóð auk þess sem hann hefur fengist við textagerð fyrir Gusgus, Hjaltalín, Högna Egilsson og Helga Björnsson. Þess utan hefur Atli starfað við auglýsingagerð, sem menningarblaðamaður og gagnrýnandi, plötusnúður, og innsti koppur í búri hjá kvikmyndahátíðinni RIFF. Atli lauk meistaragráðu í enskum bókmenntum frá Concordia háskóla í Montréal árið 2011 og BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2007.SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON (f. 1977) stundaði myndlistarnám í Hannover hjá prófessor Ulrich Eller og lauk meistaragráðu frá Fachhochschule Hannover Bildende Kunst árið 2003. Áður hafði hann stundað nám við Konunglega konservatoríið í Haag á árunum 1997 - 1998. Valdar einkasýningar - Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE), Lindenau, Leipzig (DE), Castle Insterburg, Tchernyakhovsk (RU), Gallerí Ágúst, Reykjavík (IS), Museums Quartier (AUS), Kunstschlager, Reykjavik (IS), Der Grieche, Berlin (DE), National Gallery of Iceland, Reykjavik (IS), Rocksbox Fine Art, Portland (USA), Hectoliter, Brussels (BE), Stadslimiet, Antwerpen (BE), Basement Gallery, Vienna (AT) & Trampoline Gallery, Antwerpen (BE) Valdar samsýningar - Listasafn Íslands, Reykjavík (IS), Hafnarborg, Hafnarfjörður (IS), Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík (IS), M HKA, Antwerpen (BE), Copenhagen Art Festival, Copenhagen (DK), 21er Kunsthaus, Vienna (AT), The Living Art Museum, Reykjavik (IS),Galerie 21, Hamburg (DE), De Vleeshal, Middelburg (NL) & Galerie Tatjana Pieters, Ghent (BE).
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira