Mikilvægur tími í sögu Íslands Magnús Guðmundsson skrifar 14. maí 2016 14:00 Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Fjörutíu ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna og af því tilefni var í gær opnuð sýning í Sjóminjasafni Íslands sem er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Þorskastríðin, For Cod’s Sake, og er unnin af meistaranemum í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í samvinnu við Borgarsögusafnið undir leiðsögn Guðbrands Benediktssonar sagnfræðings. Guðbrandur segir að þetta hafi verið samstarfsverkefni Borgarsögusafns og hugvísindasviðs Háskóla Íslands með námskeiði sem heitir menningarminjar, söfn og sýningar og er kennt innan námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun. „Þetta er meistaranám innan sagnfræðinnar og með þessu samstarfi fengu nemendur tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum starfseminnar hjá Borgarsögusafninu svo sem hjá Árbæjarsafni, Ljósmyndasafni, geymslum safnsins og svo Sjóminjasafni. Þessi sýning er afrakstur lokaverkefnisins þar sem sérfræðingur í þorskastríðunum kom og talaði við hópinn og síðan sökktu þau sér í heimildir, bæði innlendar og erlendar.“Ein myndanna á sýningunni í Sjóminjasafni Íslands.Guðbrandur segir að það sé margt fleira að sjá á sýningunni en eingöngu ljósmyndir. „Það eru vissulega þarna ljósmyndir og þeim fylgja textar um viðkomandi viðburði. Þarna er líka að finna viðtöl, fréttamyndaklippur, grafík, hönnunarelement, efni sem höfðar til krakka og þannig mætti lengi telja. Þannig að það er ýmislegt í þessari sýningu, þó að hún sé ekki stór, þá er þarna margt að sjá og skoða fyrir þá sem vilja kynna sér þessa merku sögu. Á sýningunni er varpað ljósi á ýmsa þætti þessarar sögu, suma lítt þekkta. Það er ágætt að hafa það í huga að af þeim sem koma á sýninguna eru kannski fæstir sem muna þennan tíma. Sjálfur var ég aðeins þriggja ára þegar þorskastríðunum lauk. Það er auðvitað staðreynd að þetta er að verða fjarlægt sífellt stærri hluta þjóðarinnar. Við reynum líka að varpa ljósi á ákveðna þætti eins og í hverju fólust átökin, hvernig var orðræðan og annað slíkt. Þetta var geysilega mikilvægur tími í sögu Íslands en þetta er flókin saga. Ef maður kafar ofan í hana sér maður að hún er full af goðsögum sem sumar hverjar hafa jafnvel dúkkað aftur upp síðar eins og t.d. í Icesave-deilunni. Þannig að það er þarna þekking sem við þurfum að viðhalda og sýning sem þessi hentar vel til þess.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira