Cristiano Ronaldo vildi sér búningsklefa á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 11:30 Cristiano Ronaldo gengur hér til leiks í Laugardalnum. Vísir/Anton Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira