Mikill heiður og ögrun fyrir mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2016 09:45 "Ég sé fram á ærin verkefni framundan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað,“ segir Katrín Hall. Vísir/Stefán Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira