Var staddur í fríi í Mónakó þegar hann komst í rússneska landsliðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 10:30 Artur Yusupov sést hér mættur á æfingu með rússneska landsliðinu. Vísir/AFP Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Sumarfrí rússneska miðjumannsins Artur Yusupov endaði með óvæntum hætti þegar kappinn var kallaður inn í rússneska landsliðið fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst á föstudaginn kemur. Artur Yusupov er 26 ára gamall og leikur með liði Zenit Sankti Pétursborg í heimalandinu. Hann kemur inn í rússneska hópinn fyrir Igor Denisov. Igor Denisov tognaði aftan í læri í 1-1 jafntefli Rússa og Serba í vináttulandsleik í Mónakó á sunnudaginn. Denisov er 32 ára gamall og á að baki 54 landsleiki eða 52 fleiri en umræddur Artur Yusupov. Yusupov hefur spilað tvo landsleiki og þeir voru báðir vináttulandsleikir. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá var Artur Yusupov í sumarfríi í Mónakó og gisti á sama hóteli og rússneska liðið sem var þar í æfingabúðum. „Svona gerðist þetta nákvæmlega," viðurkenndi Artur Yusupov í samtali við Guardian. „Ég er búinn að vera í fríi í fjórtán daga og auðvitað er ég aðeins dottinn úr formi. Ég veit því ekki alveg hvernig ástandið verður á mér," sagði Yusupov. Artur Yusupov spilaði 23 leiki á sínu fyrsta tímabili með Zenit Sankti Pétursborg en hann lék áður með Dynamo Moskvu í fjögur tímabil þar á undan. „Ég ætlaði að fljúga aftur heim til Moskvu í dag (í gær). Ég var ekki einu sinni með fótboltaskóna með mér og engin föt sem voru til þess fallin að spila fótbolta í," sagði Artur Yusupov. Artur Yusupov þurfti meira að fá skó lánaða hjá liðsfélaga sínum í landsliðinu þegar rússneska liðið æfði í gær. Fyrsti leikur Rússa á EM í Frakklandi verður á móti Englendingum á laugardaginn en Rússar eru líka í riðli með Wales og Slóvakíu.Artur Yusupov is expected to replace injured Igor Denisov in Russia's #EURO2016 squad. pic.twitter.com/JszPESFQF5— UEFA EURO 2016 (@UEFAEURO) June 6, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira