Hefur alltaf haft áhuga á leikstjórn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. júní 2016 09:15 Oddur Júlíusson er aðstoðarleikstjóri Djöflaeyjunnar, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Vísir/Hanna Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi. Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi.
Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira