Alfreð: Ef okkur gengur vel á EM gleymist Noregsleikurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:05 Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska landsliðið í fótbolta hafi spilað illa í vináttulandsleiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. „Við vitum það manna best að við spiluðum illa og erum mjög sjálfsgagnrýnir,“ sagði Alfreð fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. „Þetta var lélegt og ekki margt jákvætt nema kannski að við töpuðum bara 3-2 á móti liði Noregs sem stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleikinn. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum og þá held ég að jákvæðu punktarnir séu upptaldir,“ bætti framherjinn við en hann spilaði í klukkutíma á miðvikudaginn. Gengi Íslands í undanförnum vináttulandsleikjum hefur ekki verið upp á marga fiska. En hvenær má búast við því að íslensku strákarnir fari almennilega í gang? „Form er ekki einhver takki sem þú kveikir á og verður allt í einu klár. Við ætluðum að fara í þennan Noregsleik af fullum krafti, byrja á fullri ferð og keyra almennilega á þá en sú varð ekki raunin,“ sagði Alfreð. „Leikmenn eru í mjög mismunandi ástandi, sumir spiluðu leik um helgina á meðan aðrir eru ekki búnir að spila í mánuð. Ég held að allir séu mest að hugsa um sjálfa sig og að vera í sem bestu standi eftir tvær vikur. „Þetta var svolítið eins og æfingaleikur fyrir keppnistímabil. Þú vilt vinna alla leiki en mikilvægast er að fá mínútur. Og þegar uppi verður staðið, og ef við náum góðum árangri á EM, held ég að enginn eigi eftir að muna eftir þessum Noregsleik.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira