Strákarnir okkar mæta Englandsmeistara á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 09:30 Christian Fuchs mætir sem Englandsmeistari á EM og spilar á móti Íslandi. vísir/getty Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari austurríska landsliðsins í fótbolta, tilkynnti í gærkvöldi 23 manna hópinn sem fer á Evrópumótið í fótbolta en þar er Austurríki í riðli með Íslandi, Portúgal og Ungverjalandi. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá Austurríkismönnum, þar á meðal fyrirliðinn og nýkrýndi Englandsmeistarinn, Christian Fuchs, leikmaður Leicester. Hinir leikmennirnir sem spila á Englandi eru varnarmennirnir Sebastian Prödl, leikmaður Watford, og Kevin Wimmer, leikmaður Tottenham, auk framherjans Marco Arnatauvic sem spilar með Stoke. David Alaba, leikmaður Bayern München, er að sjálfsögðu í hópnum en hann hefur verið kjörinn besti fótboltamaður Austurríkis fimm ár í röð. Flestir leikmennirnir í hópnum spila eins og Alaba í þýsku 1. deildinni. Austurríska liðið var gríðarlega sannfærandi í undankeppninni en það var í riðli með Rússlandi, Svíþjóð, Svartfjallalandi, Liechtenstein og Moldóvu. Austurríki vann níu leiki, gerði eitt jafntefli, tapaði aðeins einu og skoraði 22 mörk og fékk aðeins fimm á sig. Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar á Stade de France í Saint-Denis 22. júní.Hópur Austurríkis á EM 2016:Markverðir: Robert Almer (Austria Vín), Heinz Lindner (Eintracht Frankfurt), Ramazan Ozcan (Ingolstadt)Varnarmenn: Aleksandar Dragovic (Dinamo Kiev), Christian Fuchs (Leicester City), Gyorgy Garics (Darmstadt), Martin Hinteregger (Borussia Mönchengladbach), Florian Klein (Stuttgart), Sebastian Prödl (Watford), Markus Suttner (Ingolstadt), Kevin Wimmer (Tottenham)Miðjumenn: David Alaba (Bayern Münich), Marko Arnautovic (Stoke City), Julian Baumgartlinger (Mainz), Martin Harnik (Stuttgart), Stefan Ilsanker (Leipzig), Jakob Jantscher (Luzern), Zlatko Junuzovic (Werder Bremen), Marcel Sabitzer (Leipzig), Alessandro Schopf (Schalke)Framherjar: Lukas Hinterseer (Ingolstadt), Rubin Okotie (1860 Munich), Marc Janko (Basel)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Síðbuxnamarkvörðurinn á sínum stað í ungverska hópnum Bakvörður sem á enga landsleiki að baki óvænt valinn í landsliðshóp Ungverja. 31. maí 2016 16:27