Samþykkja að vísa eflingu atvinnulífs Vestfjarða í nefnd Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. vísir/pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira