Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 13:00 Aron Einar Gunnarsson í viðtali á liðshóteli strákanna. vísir/vilhelm liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
liði Portúgal. Strákarnir okkar hefja leik á EM í kvöld þegar þeir mæta Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Íslenska liðið mætir vel undirbúið til leiks en Lars og Heimir hafa leikgreint mótherjanna ýtarlega ásamt Ólafi Kristjánssyni sem er búinn að njósna um Portúgalana í nokkra mánuði. „Við erum búnir að fara vel yfir þá. Þeir eru virkilega fljótir fram á við og nýta sér skyndisóknir ef boltinn tapast hjá mótherjanum. Svo hafa þeir þessa bónuskarla í liðinu sínu og geta haldið bolta vel,“ segir Aron Einar við Vísi. „Hvort þeir komi til með að mæta okkur framarlega á vellinum veit ég ekki alveg. Þeir eru að mæta öðruvísi landsliði. Við erum með tvo frammi og þeir eru ekki vanir því. Það verður vonandi erfitt fyrir þá að ráða við. En þeir hafa pottþétt leikgreint okkur í tætlur líka.“Aron Einar Gunnarsson í meðhöndlun á æfingu.vísir/epaÞurfum að glíma við föstu leikatriðin Portúgalska liðið er virkilega gott og rústaði sínum riðli í undankeppninni þar sem það vann sjö leiki og tapaði aðeins einum. Að margra mati hefur Portúgal ekki verið með sterkara lið í mörg ár. „Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki bara Ronaldo sem er góður þarna. Þarna eru ungir strákar eins og Renato Sanches sem eru virkilega góðir í fótbolta,“ segir Aron Einar. „Það býst enginn við því að við fáum eitthvað úr þessum leik. Það spilar bara upp í okkar hendur. Við höfum komið á óvart áður og vonandi höldum við því áfram." Aron segir að íslenska liðið þurfi að ná upp sínum besta leik og spila eins og það gerði í undankeppninni. Föstu leikatriðin verða lykill á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. "Ég held að þeir komi ekki til með að nenna neitt sérstaklega að verjst okkur í föstum leikatriðum en þeir þurfa að glíma við það. Það er alveg klárt,“ segir fyrirliðinn. „Við þurfum bara að spila okkar leik og vera þéttir. Það hefur vantað aðeins upp á það í æfingaleikjunum en ég hef fulla trú á því að við náum því aftur í gang,“ segir Aron Einar Gunnarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00