Saga Kára DJ Árnasonar: „Ég var búaður af sviði eftir tvö lög“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 23:30 Kári Árnason hefur húmor fyrir sjálfum sér. Vísir/Valli Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15