Ófarir Englendinga í opnunarleikjum | Aðeins fimm sigrar í 23 tilraunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 23:15 Rússar fagna jöfnunarmarki Vasilis Berezutski. Joe Hart, markvörður Englands, er ekki sáttur. vísir/getty Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira