Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 14:40 Gylfi Þór Sigurðsson og Clement Davies. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira