Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 21:00 Dmitri Payet var aðalmaðurinn í kvöld. vísir/afp Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira