Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 23:36 Hólmbert Aron Friðjónsson er örugglega ekki sá eini sem áttar sig ekki hvað sé að hjá framherjum KR í sumar. Vísir/Eyþór KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. KR tapaði sínum þriðja leik í gærkvöldi en Reykjavíkur-Víkingar komust upp fyrir þá með því að vinna Ólafsvíkinga í Víkinni í kvöld. Tveir sigrar í níu leikjum þykir hvergi glæsileg tölfræði og hvað þá í Frostaskjólinu þar sem menn stefna á titilbaráttu en ekki að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Mörkin hafa hinsvegar verið alltof fá hjá KR-liðinu í sumar en KR-liðið hefur ekki náð að skora mark að meðaltali í leik. KR er aðeins með 8 mörk í þessum 9 leikjum eða 0,89 mörk að meðaltali í leik. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen voru fengnir í KR-liðið til að skora mörk en það hefur verið lítið af því í sumar. Í raun hefur hvorugur þeirra náð að skora í fyrstu 9 leikjum KR-inga í Pepsi-deildinni. Þeir náði heldur ekki að skora í bikarleik á móti Selfossi þar sem KR féll í fyrsta sinn út í 32 liða úrslitunum. Mínúturnar eru farnir að hrannast upp og enn bíða KR-ingar eftir að framherjar liðsins finni markaskóna sína. Nú er svo komið að þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen hafa spilað saman í meira en þúsund mínútur í sumar án þess að skora eitt einasta mark. Þetta eru 916 mínútur í Pepsi-deildinni og svo 171 mínúta í bikarleiknum á móti Selfossi. Samanlagt gerir þetta 1087 mínútur spilaðar án þess að skora. Hér fyrir neðan má sjá yfirlitið yfir markaleysi framherja KR-inga sumarið 2016.Vísir/AntonMarkaleysi framherja KR-liðsins í sumar0-0 jafntefli við Víking R. - 169 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 89 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 80 mínútur, 0 mörk2-2 jafntefli við Þrótt - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak Chopart) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson sat á bekknum1-0 sigur á FH - 97 mínútur (Markið: Pálmi Rafn Pálmason) Hólmbert Aron Friðjónsson 90 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 7 mínútur, 0 mörk1-1 jafntefli við Stjörnuna - 90 mínútur (Markið: Indriði Sigurðsson) Hólmbert Aron Friðjónsson 76 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 14 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir Breiðabliki - 90 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 65 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 25 mínútur, 0 mörk2-1 sigur á Val - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 78 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 12 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir ÍBV - 110 mínútur Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 20 mínútur, 0 mörk3-1 tap fyrir Fjölni - 90 mínútur (Markið: Michael Præst) Morten Beck Andersen 66 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 24 mínútur, 0 mörk2-1 tap fyrir ÍA - 90 mínútur (Markið: Kennie Knak Chopart) Hólmbert Aron Friðjónsson 77 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 13 mínútur, 0 mörk ---KR hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum í Pepsi-deildinni Kennie Knak Chopart 2 Óskar Örn Hauksson 2 Pálmi Rafn Pálmason 1 Indriði Sigurðsson 1 Denis Fazlagic 1 Michael Præst 1Mínútur framherja KR-liðsins í Pepsi-deildinni: Morten Beck Andersen 463 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 453 mínútur Samtals: 916 mínútur án þess að skora ----2-1 tap í bikarleik á móti Selfossi - 171 mínúta (Markið: Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 81 mínúta, 0 mörkMínútur framherja KR-liðsins í öllum keppnum Morten Beck Andersen 553 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 534 mínúturSamtals: 1087 mínútur án þess að skora Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira
KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. KR tapaði sínum þriðja leik í gærkvöldi en Reykjavíkur-Víkingar komust upp fyrir þá með því að vinna Ólafsvíkinga í Víkinni í kvöld. Tveir sigrar í níu leikjum þykir hvergi glæsileg tölfræði og hvað þá í Frostaskjólinu þar sem menn stefna á titilbaráttu en ekki að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Mörkin hafa hinsvegar verið alltof fá hjá KR-liðinu í sumar en KR-liðið hefur ekki náð að skora mark að meðaltali í leik. KR er aðeins með 8 mörk í þessum 9 leikjum eða 0,89 mörk að meðaltali í leik. Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen voru fengnir í KR-liðið til að skora mörk en það hefur verið lítið af því í sumar. Í raun hefur hvorugur þeirra náð að skora í fyrstu 9 leikjum KR-inga í Pepsi-deildinni. Þeir náði heldur ekki að skora í bikarleik á móti Selfossi þar sem KR féll í fyrsta sinn út í 32 liða úrslitunum. Mínúturnar eru farnir að hrannast upp og enn bíða KR-ingar eftir að framherjar liðsins finni markaskóna sína. Nú er svo komið að þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen hafa spilað saman í meira en þúsund mínútur í sumar án þess að skora eitt einasta mark. Þetta eru 916 mínútur í Pepsi-deildinni og svo 171 mínúta í bikarleiknum á móti Selfossi. Samanlagt gerir þetta 1087 mínútur spilaðar án þess að skora. Hér fyrir neðan má sjá yfirlitið yfir markaleysi framherja KR-inga sumarið 2016.Vísir/AntonMarkaleysi framherja KR-liðsins í sumar0-0 jafntefli við Víking R. - 169 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 89 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 80 mínútur, 0 mörk2-2 jafntefli við Þrótt - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak Chopart) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson sat á bekknum1-0 sigur á FH - 97 mínútur (Markið: Pálmi Rafn Pálmason) Hólmbert Aron Friðjónsson 90 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 7 mínútur, 0 mörk1-1 jafntefli við Stjörnuna - 90 mínútur (Markið: Indriði Sigurðsson) Hólmbert Aron Friðjónsson 76 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 14 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir Breiðabliki - 90 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 65 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 25 mínútur, 0 mörk2-1 sigur á Val - 90 mínútur (Mörkin: Óskar Örn Hauksson og Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 78 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 12 mínútur, 0 mörk1-0 tap fyrir ÍBV - 110 mínútur Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 20 mínútur, 0 mörk3-1 tap fyrir Fjölni - 90 mínútur (Markið: Michael Præst) Morten Beck Andersen 66 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 24 mínútur, 0 mörk2-1 tap fyrir ÍA - 90 mínútur (Markið: Kennie Knak Chopart) Hólmbert Aron Friðjónsson 77 mínútur, 0 mörk Morten Beck Andersen 13 mínútur, 0 mörk ---KR hefur skorað 8 mörk í 9 leikjum í Pepsi-deildinni Kennie Knak Chopart 2 Óskar Örn Hauksson 2 Pálmi Rafn Pálmason 1 Indriði Sigurðsson 1 Denis Fazlagic 1 Michael Præst 1Mínútur framherja KR-liðsins í Pepsi-deildinni: Morten Beck Andersen 463 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 453 mínútur Samtals: 916 mínútur án þess að skora ----2-1 tap í bikarleik á móti Selfossi - 171 mínúta (Markið: Denis Fazlagic) Morten Beck Andersen 90 mínútur, 0 mörk Hólmbert Aron Friðjónsson 81 mínúta, 0 mörkMínútur framherja KR-liðsins í öllum keppnum Morten Beck Andersen 553 mínútur Hólmbert Aron Friðjónsson 534 mínúturSamtals: 1087 mínútur án þess að skora
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Sjá meira