Andersen ekkert fúll út í Óskar: Mig langaði samt rosalega að taka vítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 22:06 Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45
Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15