Íslenska fótboltalandsliðið með mestu yfirburðina á Norðurlöndum í sjö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 11:30 Birkir Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason eftir sigurleikinn á móti Englandi. Vísir/Getty Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Ísland er ekki aðeins með besta landslið Norðurlanda í karlaflokki heldur það langbesta ef marka má styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið hækkar sig um tólf sæti og er í 22. sæti á nýja FIFA-listanum sem var gefinn út í morgun. Ísland er um leið átján sætum ofar en næsta Norðurlandaþjóð sem er Svíþjóð. Það þarf að fara alla leið aftur til september 2009 til að finna aðra eins yfirburði meðal Norðurlandaþjóðanna. Fyrir sjö árum síðan voru Danir í sextánda sæti FIFA-listans en næstir komu Svíar í 41. sæti og Norðmenn í 43. sæti. Danir voru þar með 25 sæta forskot. Íslenska liðið var þá í 96. sæti listans. 81 listi hefur verið gefinn út hjá FIFA síðan í septembermánuði 2009 en nú fyrst hefur þjóð verið með jafnmikið forskot og Danirnir höfðu fyrir sjö árum síðan. Íslenska liðið var líka með besta lið Norðurlanda á júnílistanum en þá var forskotið aðeins eitt sæti. Ísland var þá í 34. sæti en Svíar í 35. sæti og Danir í því 38. Á nýja listanum fóru þessar þjóðir aftur á móti í sitthvora áttina. Ísland hækkaði sig um tólf sæti en á meðan fóru Svíar niður um fimm sæti og Danir niður um sex sæti. Norðmenn og Finnar hækkuðu sig reyndar eins og Ísland en aðeins um tvö sæti. Norðmenn eru í 49. sæti og Finnar eru í 65. sæti. Færeyingar hröpuðu hinsvegar niður um heil 47 sæti á listanum og sitja í 136. sæti. Fram að því höfðu allar Norðurlandaþjóðirnar verið inn á topp hundrað á tólf listum í röð.Mesta forskot meðal Norðurlandaþjóða frá 2012:+18 sæti Ísland í júlí 2016 (Ísland í 22. sæti - Svíþjóð í 40. sæti)+10 sæti Danmörk í apríl 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 38. sæti)+9 sæti Danmörk í júní 2014 (Danmörk í 23. sæti - Svíþjóð í 32. sæti) Danmörk í maí 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 38. sæti) Danmörk í febrúar 2015 (Danmörk í 28. sæti - Ísland í 37. sæti)+8 sæti Danmörk í febrúar 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í apríl 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í júní 2012 (Danmörk í 9. sæti - Svíþjóð í 17. sæti) Danmörk í september 2012 (Danmörk í 10. sæti - Svíþjóð í 18. sæti) Danmörk í júní 2015 (Danmörk í 29. sæti - Ísland í 37. sæti)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00 Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00 Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. 11. júlí 2016 09:00
Íslenska víkingaklappið komið alla leið til Papúa Nýju-Gíneu Frábær framganga íslenska landsliðsins með stuðningsmönnum sínum í leikslok hefur ýtt undir mikinn áhuga heimsins á íslenska fótboltalandsliðinu. 11. júlí 2016 16:00
Tólf sæta stökk strákanna okkar á FIFA-listanum staðfest Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjasta FIFA-listanum sem var formlega gefinn út í morgun en Ísland hefur aldrei verið ofar á heimslista karlafótboltans. 14. júlí 2016 08:45