Eiður Smári svekktur með að fá ekki að spila meira á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen var nærri því búinn að skora á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen eyddi hluta af fríinu sínu eftir Evrópumótið í Frakklandi með því að hjálpa til í fótboltaskóla Barcelona sem fór fram hér á landi. Hann hitti fjölmiðla í gær í tengslum við skólann. Ísland sló í gegn í Frakklandi með því að komast í átta liða úrslitin en stærsta nafnið í íslenska liðinu fékk þó lítið að vera með. Eiður Smári kom bara við sögu í tveimur af fimm leikjum Íslands á EM, spilaði sex síðustu mínúturnar á móti Ungverjum og svo síðustu sjö mínúturnar í lokaleiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Sjá einnig:Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára Eiður Smári kom heim 4. júlí og hefur verið hér á landi síðan. Nú er hann hinsvegar á leiðinni til Molde þar sem hann ætlar sér að klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Hann segist vera búinn að ná sér niður á jörðina eftir EM. „Þetta munu alltaf verða skemmtilegar minningar og ég held að maður muni alltaf fara á pínu flug þegar maður hugsar til baka, Heilt yfir er ég alveg búinn að ná mér niður," sagði Eiður Smári í samtali við Jóhann Ólafsson í Morgunblaðinu. „Ég fór út sem leikmaður og er ennþá leikmaður. Síðan reynir maður bara að gefa af sér eins mikið og maður getur, hvort sem það er innan eða utan vallar," sagði Eiður Smári en hann fékk mikið hrós fyrir það sem hann sagði og gerði innan hópsins á mótinu. Mínúturnar inn á vellinum voru aftur á móti aðeins þrettán talsins auk uppbótartíma. „Ég lýg því ekkert þegar ég segi að ég sé pínu svekktur yfir því hversu lítið ég spilaði. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en svona er þetta bara," sagði Eiður Smári.Sjá einnig:Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu „Það er strax skárra að fagna með liðinu heldur en að takast á við tap og leiðindi. Heilt yfir er alltaf erfitt að sitja á bekknum," sagði Eiður Smári í fyrrnefndu viðtali við Jóhann. Eiður Smári er aftur á móti ekki tilbúinn að gefa það út að hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik. Hann verður 38 ára í haust en segist ekkert vera búinn að hugsa um það. „Ég á eftir að ákveða það," sagði Eiður Smári.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01 Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30 Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00 Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Veit ekki af hverju ég fékk þennan stimpil Jón Daði Böðvarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Annecy í morgun. 1. júlí 2016 09:01
Eiður: Ég er bara mannlegur Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á. 3. júlí 2016 23:17
Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga. 13. júlí 2016 09:30
Litla rannsóknarstofan Ísland Spænski fótboltarisinn Barcelona er að stækka kvennaboltann innan félagsins og valdi Ísland til að hýsa fyrsta fótboltaskólann fyrir stelpur. Félagið berst við að halda gildum sínum á lofti. Þetta er Barcelona. 14. júlí 2016 06:00
Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca Eiður Smári Guðjohnsen er í miklum metum hjá Barcelona þar sem hann spilaði í þrjú ár. 13. júlí 2016 13:45
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31