Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 21:12 Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark HK. vísir/hanna Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira