200.000 króna sekt fyrir að lenda við Holuhraun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maðurinn sagði að auðvelt hefði verið fyrir sig að yfirgefa svæðið ef hættuástand hefði skapast. vísir/auðunn Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur. Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur.
Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00
Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00